Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 51
Lér konungur — Fornar rcetur
sem „beit af“ eða „vanaði" höfuð Lés í fyrsta atriðinu með ástlausri hegðun
sinni. Þess má reyndar geta að sú uppgötvun er öldungis ný og byltingarkennd
að fífiið verði að vera á sviðinu allt upphafsatriðið. I sýningarsögu leikritsins
hefur það aldrei gerst en verður fyrsta sinni í sviðsetningu minni í Þjóðleik-
húsinu á Islandi. Hver málsgrein sem fíflið mælir bendir til að það hafi verið
vitni að upphafsatriðinu. Ennfremur hefði verið höfuðnauðsyn að fíflið væri
viðstatt þar sem það er helsti „verndargripur" konungsins, færir honum ham-
ingju og blessun frjóseminnar (sjá EnidWelsford, The Fool, 1935).
Ef brjálsemi er alger útrás bælinga viðkomandi manns, hvort heldur þær eru
félagslegar, sálfræðilegar eða kynferðislegar, ef eðli brjálseminnar kemur upp
um hvers eðlis bælingar sjúklingsins hafa verið, þá er geðveiki Lés skóladæmi
um geðklofa sem sprottinn er af tveimur mestu bannhelgisfyrirbrigðum krist-
innar trúar, hórdómi og blóðskömm. Þetta eru tvö meiri háttar tem í skáldskap
Shakespeares sem enn eru bannhelguð í fræðiritum um skáldskap hans. (Hamlet
er t. d. annar mikill harmleikur þar sem höfundur er altekinn af þessum kristnu
syndum.) I brjálsemisatriðum sínum er Lér sífellt með hugann við hina hór-
gefnu drottningu sína:
Fel þig, blóðga hönd;
þú meinsvari; þú hræsnari, með hugann
við blóðskömm. (III. 2, 53—55)
(Hide thee, thou bloody hand,
Thou perjured, and thou similar of virtue
That art incestuous.)
Eg sjálfur
má þola, fyrr en fremja, synd. (III. 2, 59—60)
(I am a man
More sinned against than sinning.)
Þessar síðustu línur, sem eru víðfrægar og er ótæpilega vitnað til af hverjum
þeim fræðimanni sem vill sýna fram á háfleygt andríki í persónusköpun Shake-
speares, hafa í raun mjög sérstaka og ákaflega persónulega skírskotun til kyn-
ferðislegra svika drottningar. Þegar Lér er sem óðastur segir hann:
Blómgist hvílubrögð!
bastarður Glostur-jarls var föður sínum
dyggari en mínar dætur,
sem getnar voru á vígðum hjónabeði.
(IV. 6, 114—16)
(Let copulation thrive: for Gloucester’s bastard son
Was kinder to his father than my daughters
Got ’tween the lawful sheets.)
39