Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 61
TEIK
Og bomsur mínar minntu á sléttan fjörð,
minnstu hrukku var ei þar að sjá.
Vetur snjór og frost og freðin jörð
og föngulegur bíll sem rennur hjá.
Stuðarinn með stálsins fasta svip,
stekk ég fram og næ mér þar í tak.
Afram siglir þýtt hið þurra skip,
þigg ég far í laumi réttvið bak.
Bomsuflötur flýgur yfir grund,
fis er geð mitt, óháð þyngslum dags.
✓
Eg ljóma að innan, gleymi stað og stund,
stef í eyrum: tónn hins hreina lags.
Ég er frjáls og ég er hólpinn hér,
hamingjan er komin, ég er til.
Mikið er það, en mesta frelsið er
að mega sleppa hvenær sem ég vil.
En rakar hendur, búnar vettlings vörn
vætu dreypa á kaldan stuðarann,
og fyrr en varir finn ég, kæru börn,
að frostið hefur bundið mig við hann.
Og bíllinn rennur burt af sléttri leið,
um bæjarhluta er enginn hefur séð,
sem galinn hestur hökti renniskeið,
og hér er ég og verð að fylgja með.