Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 63
Pétur Gunnarsson
Lokabaráttan er endalaus
Lífið gerist allt í einu. Um leið og þú eru milljarðar. Ein klukkustund
svo hlaðin atburðum að það er sama hverju þú stingur upp á: það er
örugglega að gerast akkúrat núna.
Flugvél potaðist upp í loftið eins og fingur Guðs eða pulsa með öllu.
Farþegarnir sem fyrir mínútu deildu með okkur jörðinni, sátu með nefin
klesst við rúðurnar og horfðu á landið breytast í köflótt gólfteppi.
Verkamaður sem var á leið út í skóg að hengja sig, heyrði sprengingu
og leit upp, sá flugvél gliðna sundur og fólk dritast afmr úr henni. Annars-
staðar var maður að pissa og glápti hugsunarlaust út um klósetgluggann,
þegar flugvél stakkst ofan í akur þar skammt frá. Brakið og 345 lík dreifð-
ust á 50 ferkílómetra.
I Borginni Eilífu hélt lífið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það voru
páskar og á torgi Heilags Anda voru kaffihúsin uppistaða í fjörugri hring-
rás. Rútur sturtuðu ferðamönnum á torgið eftir að hafa þrælað þeim út
um borgina og nú spændu þeir í sig rjómatermr og ísa. Börn, konur og
fávitar gengu á milli gestanna og seldu litla bréfpoka með korni svo ferða-
mennirnir gæm laðað til sín dúfurnar sem flögmðu í stórum breiðum
milli húsþaka en lém öðmhverju svo lítið að tylla tá á jörðina og tína í
sarpinn þessi korn sem þær síðan skitu á opinberar byggingar. Blöðrusali
kom kjagandi með mörg dúsín af blöðrum sem kippm honum öðmhverju
á loft. Spraðurbassalegir ljósmyndarar munduðu vélarnar framan í aðvíf-
andi og buðust til að gera augnablikið eilíft. Það gekk allt út á eilífð í
þessari borg, kannski af því hún hefur verið leiksvið fyrir meiri forgengi-
leika en aðrar borgir, Siglufjörður ekki undanskilinn.
Gamall maður í svörmm kjólfömm með hvítt passíuhár kom labbandi
inn á torgið með fiðlukassa undir hendinni. An þess að skeyta um dúfur,
túrista eða fólk, gekk hann að fremsta kaffihúsinu, tók upp fiðluna og
byrjaði að stilla hana með tilheyrandi látbragði. Auðvitað kunni hann
49
4 TMM