Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 73
Myndlistarþankar um, og sakar ekki að láta þess getið að kominn var tími til að skriffinnar Morgunblaðsins fengju eitthvert mótvægi. Sakna ég þó oft tæpitungulausra skrifa Elísabetar Gunnarsdóttur og Níelsar Hafsteins. Og til þess að fólk falli ekki í þá gryfju að álíta mig illgjarna manneskju, þá er ég ekki ver innrættur en það, að ég get vel unnt Morgunblaðinu þess að hafa á sínum snærum menntaðri, víðsýnni og vandaðri gagnrýnendur en þá Valtý Péturs- son og Braga Asgeirsson. Þrátt fyrir að Morgunblaðið sé nú ekki mín uppá- haldslesning. Upp á síðkastið hafa umhverfismál verið ofarlega á baugi manna á meðal. Ekki veit ég hvað er mikilvægara en mannlegt umhverfi þar sem fólk lifir og hrærist, og í því sambandi verður mörg myndin hangandi á vegg harla lítilvæg. Mér finnst dálítið langt frá að húsateiknurum hafi tekist að skapa mann- vænlegt umhverfi úr steinsteypunni sinni, og tímans tönn er miskunnar- lausari við þau mannanna verk en gömlu timburhúsin sem eldast með virðu- leik og eru þakklát sé þeim sómi sýndur. Er það annars ekki undarlegt að fólki með óbrjálaða skynsemi og smekk skuli geðjast bemr að snikkara- gleði aldamótamannsins en Hollywooddraumum kontóristans, útfærðum af löggiltum húsagerðarmönnum? Undanfarin 8 ár hefur starfað hér í Reykjavík eitt gallerí, Gallerí SUM, og oft við heldur þröngan kost. Nú hefur fjölgað um eitt og það þriðja er í burðarliðnum. Þetta er mjög ánægjulegt þeim sem myndlist unna. Gallerí Sólon Islandus fer að vísu troðnar slóðir og virðist ekki ætla að taka stóra áhættu frá listrænu sjónarmiði, en fjárhagslega ef til vill eins og oft vill verða með fyrirtæki af þessu tagi. Hitt galleríið mun verða til húsa á horni Suðurgöm og Vonarstrætis og er í burðarliðnum eins og áður segir. Það mun ætla að kynna nýja og nýlega strauma í myndlist, concepmal-myndir, bækur og objekt, svo og kvikmyndir. Mun galleríið rækta menningartengsl við Holland, en hugur margra myndlistarmanna hefur staðið mjög til Hol- lands hin síðari ár og ber þar margt til. I Amsterdam hafa búið og starfað þrír íslenskir myndlistarmenn um nokkurra ára bil. Þeir sýna nú ásamt þeim fjórða frá Dússeldorf í hinu nýja nútímasafni í París, menningarmið- stöðinni sem kennd er við Georges Pompidou, og var húsið vígt með sýn- ingum af ýmsu tagi, þar á meðal yfirlitssýningu á verkum Marcels Du- champ og sýningu þeirra fjórmenninganna Hreins Friðfinnssonar, Krist- jáns Guðmundssonar, Sigurðar Guðmundssonar og Þórðar Ben Sveinssonar. Þar eð ég hitti Valtý Pémrsson á dögunum og hann taldi öll tormerki á 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.