Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 78
Árni Bergmann
Það kvað vera fallegt í Kína
Um mat á kínversku byltingunni
Eilíf er þessi kröfuganga
milli hugsjónar og veruleika.
Jóhannes úr Kötlum.
Sá sem skrifar um Kína leggur út í mikla óvissu. Hann syndgar reyndar
í fríðu föruneyti, því margir falla fyrir þeirri freistingu að fjalla um tíðindi
úr þessu merkilega landi. En það er eins gott að hann byrji á því að játa
fyrir sjálfum sér og öðrum að verkefnið er erfitt. Upplýsingar eru af skorn-
um skammti og gloppóttar, og alltaf er eitthvað nýtt að koma á daginn
sem setur jafnvel reynda kínafræðinga í vanda. Það nægir að vísa til þeirra
sviptinga sem orðið hafa í landinu eftir andlát Maós formanns.
I þessari samantekt verður ekki farið langt aftur í sögu. Vonandi geyma
menn sér í minni það helsta úr forsögu Alþýðulýðveldisins: hnignun stein-
runnins lénsveldis sem verður hálfnýlenda, þrætuepli og fótaþurrka er-
lendra stórvelda þar til landið er orðið næstfátækast þeirra, sem hagskýrsl-
ur reyna að ná yfir, og hungur landlægt. Hér verður heldur ekki vikið að
baráttuaðferðum kínverskra kommúnista, sigurför Maós sem lagði höfuð-
áherslu á að tryggja byltingarherjunum stuðning bænda með því að lið-
sinna þeim, uppfræða þá, synda „eins og fiskur í vatni“ um sveitirnar áður
en röðin kæmi að meiriháttar borgum. Þeim borgum sem evrópskur marx-
ismi hafði beint athygli sinni mestallri að, vegna þess að þar var verkalýð
iðnbyltinganna að finna.
I
Hér verður það látið nægja að velta upp nokkrum spurningum sem lúta
að mati á þróun kínversks samfélags s.l. áratug. Af nógu er að taka og til-
efnið vissulega brýnt. Því menn hafa í öllum heimshornum spurt að því
64