Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 90
Tímarit Máls og menningar og ýmislegt af þessum lista gæti bent til. En þessi stefna er blátt áfrarn tengd því mati á Sovétríkjunum að þau séu versti óvinur Kína, og því gangi það fyrir að allt það sem vel kemur Sovétríkjunum sé þá um leið sjálfkrafa óhagstætt Kína. Nú er það engin nauðsyn að Kína fylgi Sovét- ríkjunum að málum á alþjóðavettvangi, þegar til lengdar lætur getur ágreiningur einmitt milli þessara tveggja ríkja haft jákvæð áhrif á marx- íska umræðu í heiminum. Ef hann er málefnalegur, ef hann er rökfærður af skynsamlegu viti. En til þessa hefur málflutningur bæði frá Peking og Moskvu reyndar síst af öllu minnt á eins konar marxíska úttekt á stjórn- málum heimsins en þeim mun meir á gamla arabíska formúlu um dipló- matíska hegðun: „Ovinur óvinar míns er minn vinur.“ Utanríkisstefna af þessu tagi býður upp á hinar óvæntustu sveiflur — enginn veit hver annars konu hlýtur, segir Snjólaug. Bandarísk hjón, David og Nancy Milton, sem á árunum 1964—69 kenndu ensku í Peking og þekktu Sjú En-læ og Maó, hafa nýlega gefið út bók sem þykir merkileg. {The Wind 'Wtll not subside. David and Nancy Dall Milton. Pantheon Books New York 1976.) I viðtali við danska blaðið Information um þessa bók (3. febr. 1977) segja höfundarnir á þá leið að margt af því sem erfitt hafi verið að henda reiður á í Kína megi útskýra með því að Maó hafi átt erfitt með að sætta utanríkisstefnu sína og innanríkisstefnu. Hann hafi átt erfitt með að fá sömu aðila til að skrifa upp á róttæka stefnu innanlands (menningarbyltingin) og utanríkisstefnu sem byggði á því að Bandaríkin væru talin skárri en Sovétríkin. Því hafi hann orðið „í keisaralegum mið- aldastíl“ að tefla fram á víxl róttæklingum, sem vildu fylgja eftir hug- myndum hans um síbreytingu innanlands, og hægrisinnum sem vildu skrifa upp á utanríkisstefnuna. Niðurstaðan hafi m. a. orðið hugmyndafræðileg ringulreið sem mjög hafi þreytt kínverskan almenning og gert bæði kín- verjum og öðrum æ erfiðara að gera sér grein fyrir því hvað sé „hægri“ og hvað „vinstri“ í kínversku samhengi. Þegar unnið var að þessari samantekt var ekki langt um liðið frá því að Tsjang Tsjing, Tsjang Tsjún-tsjíao, Vang Húng-ven og Jaó Ven-júan, sem atkvæðamest hafa verið á vinstri armi Kommúnistaflokks Kína, voru handtekin og hafa síðan verið borin þungum sökum. Um leið berast fregnir af því að tákn og ímynd hægristefnu, Teng Hsiao-ping, sé enn á uppleið. Margir telja líklegt að þetta þýði í reynd endurskoðun á menningarbylt- ingunni, að framleiðni, starfsagi, sérþekking og óskert forræði flokksfor- ystunnar verði sett miklu ofar á blað en frumkvæði að neðan, barátta gegn 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.