Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 96
Tímarit Máís og menningar Kæmi það fyrir að hann væri utan fangelsis þá svaraði hann skælbros- andi öllu sem hann var að spurður, brást sæll og glaður við nýjum fangels- unum og var hinn snarborulegasti því varla fannst sá yfirmaður í Triente sem ekki hafði beyg af honum. Ekki þarfyrir að hann væri neinn ruddi, þvert á móti stóð þeim þessi stuggur af kurteislegum svörum hans, elsku- legu fasi og svo náttúrlega kærleiksbrosinu. Hvar sem varðstjóri var á eftirlitsferð mátti hann búast við því að Svejk sæti þar fyrir honum skælbrosandi og varpaði á hann þessari bljúgu kveðju: „Lofaður sé frelsarinn í undirgefni! “ Walk lautínant ruglaðist alveg í ríminu þegar hann sá þetta hjartahreina, elskulega sælubros og helst hefði hann viljað laga pottlokið á hausnum á Svejk svo það sæti kórrétt. En hlýtt og vinalegt tillit Svejks kom í veg fyrir allar ofbeldisaðgerðir hans. Þá birtist Teller majór svo Walk lautínant hlaut að hvessa augun á menn sína og öskra: „Þér þarna, Svejk, komið með riffilinn! “ Svejk hlýddi eins og honum best var gefið og kom með bakpoka. Þá starði Teller majór heiftaraugum á vinalega forklárað andlit Svejks og sagði á tékknesku: „Væntanlega er yður Ijóst hvernig riffill lítur út?“ „Tilkynni í undirgefni, ekki veit ég það.“ Nú var hann færður á skrifstofuna. Þangað var komið með riffil og haldið framanvið nefið á honum: „Hvað er þetta? Hvað kallarðu svonanokkuð?“ „Tilkynni í undirgefni, veit það ekki.“ „Þetta er riffill! “ „Tilkynni í undirgefni, trúi því ekki.“ Þá var hann settur inn og fangavörðurinn sá sér ekki fært að láta þess ógetið að hann væri asni. Herdeildin púlaði við æfingar upp um fjöll og firnindi en Svejk sat aftur á móti í hægu sæti með bros á vör innanvið rimlana. A endanum voru allir orðnir ráðalausir með hann svo hann var látinn í snúninga í sjálfboðaliðamessanum. Þar lagði hann á borð, bar inn mat, bjór og vín, settist svo ábúðarmikill við innganginn, kveikti sér í sígarettu og þrumdi af og til fram fyrir sig: „Tilkynni í undirgefni, herrar mínir, Walk lautínant er öðlingur, stakur öðlingur," og blés svo frá sér sígarettureyknum glaður og reifur. Varðstjóri nokkur á eftirlitsferð varð fyrir því skakkafalli að spyrja 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.