Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 97
Nýliðinn Svejk Svejk, þarna sem hann stóð ábúðarmikill við innganginn, hvaða herdeild hann tilheyrði. „Tilkynni í undirgefni, það veit ég því miður ekki.“ „Drottinn minn dýr og sæll, hvaða deild er þetta hér?“ „Tilkynni í undirgefni, því miður veit ég það ekki.“ „Maður minn, hvað heitir borgin þar sem deild yðar er?“ „Tilkynni í undirgefni, veit það ekki því miður.“ „Maður minn, hvernig hafið þér komist hingað?“ Svejk horfði beint framan í varðstjórann og fór að segja frá: „Tilkynni í undirgefni að ég fæddist og gekk í skóla. Seinna var ég lærlingur hjá trésmið og lauk því námi. Þá var farið með mig í einhverja krá þar sem ég varð að berhátta. Tveim mánuðum seinna kom svo lög- reglan og fór með mig í herbúðirnar. Þeir skoðuðu mig þar og sögðu: „Maður minn, þér komið þrem vikum of seint, þarafleiðandi setjum við yður inn!“ Ég spurði þá hvers vegna, því ég ætlaði ekkert að ganga í her- inn og hafði ekki hugboð um hvað hermennska var. Samt var ég nú settur inn. Svo var ég látinn í járnbrautarlest sem ég var að þvælast með fram og afmr þangað til ég hafnaði hérna. Ég var ekkert að ragast í því hvaða deild, flokkur eða borg þetta væri, maður móðgar þá engan á meðan. Ég var settur inn undireins við fyrstu heræfingu fyrir að kveikja mér í síga- rettu þar sem ég stóð í röðinni — alveg er mér annars fyrirmunað að skilja hvers vegna það má ekki. Upp frá því fóru þeir að láta mig inn bara ef þeir sáu mig, einu sinni fyrir að týna byssusting og svo aftur þegar ég var rétt búinn að skjóta herra offísérann á æfingu og svona hefur þetta gengið alla götu þangað til ég var látinn í snúningana hérna hjá herra nýliðunum.“ Svejk góðidáti horfði á varðstjórann í bernskri einfeldni. Hinn vissi naum- ast hvort hann átti að hlæja eða reiðast. Og aðfangadagskvöldið rann upp. Nýliðarnir voru búnir að skreyta jóla- tré og eftir kvöldmatinn hélt ofurstinn hjartnæma ræðu, greindi frá því, sem flestir raunar vissu, að Krismr væri í heiminn borinn og Krismr gledd- ist í hjarta sínu yfir hverjum einasta óbreytmm hermanni og þvi ættu óbreyttir hermenn einnig að finna gleði í honum.... Nú var hátíðarræðan skyndilega rofin af svofelldu andvarpi: „Æjá! Það er nú líkast til!“ Það var Svejk góðidáti. Hann hafði staðið í nýliðahópnum þar sem lítið bar á og lét nú til sín heyra með ljóma í augum. „Þér nýliðar," öskraði ofurstinn, „hver var að kalla framí?" 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.