Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 100
Tímarit Máls og menningar Nú var sálusorgari herbúðanna í Triente einmitt á höttunum eftir nýjum þjóni og kom í eigin persónu til að velja hann úr liðinu. Engan þarf að furða þótt hann ræki augun í elskulegt fésið á Svejk góðadáta þegar hann skimaði um skálann, né kom það neinum á óvart að hann lamdi í öxl Svejks segjandi: „Komu með!“ Svejk góðidáti smndi því þá upp að hann hefði ekkert til saka unnið en liðþjálfinn gaf honum duglegt spark og dró hann á skrifstofuna. A skrifstofunni beiddi undirforinginn herprestinn margfaldlega afsök- unar og útlistaði fyrir honum hverslags drullusokkur Svejk væri. Samt tók háæruverðugur séra Kleinschrott fram í fyrir honum og sagði: „Drullusokkur getur nú haft gott hjartalag," en Svejk góðidáti kinkaði kolli. Ur skammakróknum ljómaði þetta skælbrosandi andlit með falslausu tilliti eins og tungl í fyllingu. Hafandi séð þetta meinlausa fés vildi sálna- hirðir herdeildarinnar ekki heyra minnst á syndaregistur Svejks góðadáta. Uppfrá þeim degi leið ævi Svejks eins og í sælum draumi. Hann stalst í messuvínið og kembdi merum yfirboðara síns svo frábærlega að háæru- verðugur séra Kleinschrott fór meir að segja um það viðurkenningarorðum einu sinni: „Tilkynni í undirgefni,“ sagði þá Svejk góðidáti, „ég geri mitt besta til að þær séu ekki ver haldnar en sjálfur þér.“ Nú kom að þeim stóra degi í herbúðunum við Castel-Nuovo þegar halda átti messu fyrir herinn. Til kirkjuþarfa notaði Augustin Kleinschrott ein- ungis ausmrrískt messuvín frá Vöslau. Honum bauð við ítölskum vínum. Vínbirgðirnar voru á þrotum svo hann kallaði á Svejk góðadáta og gaf honum fyrirskipanir: „I fyrramálið skreppur þú í bæinn að sækja vín. Það verður að vera frá Vöslau í Neðra-Austurríki. Peningana færðu á skrifstofunni. Kauptu átta- lítrakút og komu undireins aftur! Og gleymdu nú ekki — frá Vöslau í Neðra-Austurríki. Út með þig! “ Daginn eftir voru Svejk fengnar mttugu krónur og svohljóðandi vega- bréf: „Að skyldustörfum vegna vínfanga.“ Það var gert til að vörðurinn stöðvaði hann ekki í hliðinu. Svejk góðidáti rölti nú til bæjarins og mldraði samviskusamlega fyrir munni sér: „Vöslau — Neðra-Ausmrríki.“ Þetta sagði hann líka þegar 86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.