Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar
Undirforinginn varð höggdofa og færði Svejk á yfirfylkisskrifstofuna þar
sem sjálfur ofurstinn tók hann til yfirheyrslu.
„Tilkynni í undirgefni,“ sagði Svejk góðidáti, „ég kem hér í erindum
fyrir hans hávelborinheit séra Augustin Kleinschrott frá Triente og á að
færa honum áttalítrakút af víni frá Vöslau.“
Málið var nú gaumgæft vel og lengi. Allt var svosem jafn traustvekj-
andi; góðlátlegur einfeldnissvipurinn á Svejk, sannfærandi hermannstil-
burðir hans og vottorðið: „Að skyldustörfum vegna vínfanga“, stimplað
og undirskrifað eftir ströngusm reglum. En málið var þó síður en svo neitt
einfalt.
Líflegar deilur risu um þetta og einhver lét þau orð falla í hita um-
ræðnanna að hans hávelborinheit Augustin Kleinschrott hlyti að vera hrokk-
inn upp af standinum, eina lausnin væri að fá Svejk góðadáta „herkort“
til baka aftur.
Það varð svo úr að undirforinginn gerði „herkort“ handa Svejk. Þetta
var vænsti maður og lét sig ekki muna um fáeina kílómetra. Hann lagði
„herkortið“ til Triente með viðkomu í Wien, Gra2, Zagreb og Trieste. Til
fararinnar ætlaði hann tvo sólarhringa. Svejk fékk eina krónu og 60 heller
í vasapeninga, undirforinginn keypti honum farmiða og kokkurinn aumk-
aði sig yfir hann og kom með þrjá brauðhleifa í nesti.
A meðan gengið var frá þessu æddi séra Augustin Kleinschrott frávita
um herbúðirnar í Castel-Nuovo, nísti tönnum og þuldi fyrir munni sér í
síbylju:
„Fangelsa, binda og skjóta.“
Nú var það Ijóst orðið að Svejk góðidáti hlaut að vera strokinn úr hern-
um svo undrun manna var ólítil þegar honum skaut upp á næturþeli eftir
fjóra sólarhringa. Brosandi rétti hann verðinum „herkortið" sitt frá Korneu-
burg ásamt vegabréfinu góða: „Að skyldustörfum vegna vínfanga“.
Hann var tafarlaust þrifinn og handjárnaður sér til mikillar furðu og
farið með hann í herskála þar sem hann var læstur inni.
Morguninn eftir var hann fluttur í bæjarfangelsið.
Það hafði borist tilskrif frá járnbrautarherdeildinni í Korneuburg, fyrir-
spurn til herra ofurstans um það hvers vegna hans hávelborinheit séra
Augustin Kleinschrott hefði sent dátann Svejk til Korneuburg eftir messu-
víni frá Vöslau.
Dátinn Svejk var nú yfirheyrður og greindi skælbrosandi frá öllu eins
og það hafði gengið fyrir sig. Eftir yfirheyrsluna var skotið á ráðstefnu.
88