Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 104
Tímarit Máls og menningar
þeir mann í drottins nafni að útskrifa sig. Og hendi það að þessir skrópa-
gemlingar drepist þá er tilgangur þeirra sá einn að kvelja mann og losna
við að afplána fyrir sviksemina. Semsagt „superdubitare“ en ekki „super-
arbitrare“. Rengja þá alveg til síðasta andvarps.“
Þegar nú átti að superarbitrera Svejk góðadáta þá öfunduðu hann margir
í öllum herflokkunum.
Fangavörðurinn sem færði honum að éta í klefann sagði:
„Þú ert heppinn, skepnan! Þú ferð úr hernum og beint heim, þú færð
allsherjaryfirhalningu eftir kúnstarinnar reglum.“
En Svejk góðidáti svaraði honum líkt og hann hafði áður svarað háæru-
verðugum séra Augustin Kleinschrott:
„Tilkynni í undirgefni, það gemr því miður ekki gengið. Eg er hraustur
eins og fíll og ætla að þjóna hans tign, keisaranum, alveg til síðasta and-
varps.“
Hann hallaði sér á bekkinn með sælubros á vör. Fangavörðurinn tilkynnti
vakthafandi offíséra, Múller, þessa ákvörðun Svejks.
Múller nísti tönnum.
„Við skulum svoleiðis tala við drusluna," öskraði hann, „hann skal ekki
ímynda sér að hann verði bara í hernum hvað sem hver segir. Hann skal
að minnsta kosti fá blettaskalla og taugaveiki þó svo hann missi vitið á
því.“
En Svejk góðidáti var líka að útlista þetta fyrir félaga sínum í fangels-
inu:
„Eg ætla mér að þjóna hans tign alveg til síðasta andvarps. Sé ég ein-
hvers staðar þá verð ég þar. Fyrst ég er orðinn hermaður þá verð ég að
þjóna hans tign, keisaranum, og enginn hefur rétt til að reka mig úr hern-
um, ekki einu sinni yfirhershöfðinginn sjálfur, þó hann sparkaði í rass-
gatið á mér og fleygði mér út úr búðunum. Eg kæmi til hans afmr og
segði: „Tilkynni í undirgefni, herra Yfirhershöfðingi, hans tign, keisar-
anum, ætla ég að þjóna alveg til seinasta andvarps og nú fer ég afmr til
herdeildar minnar. Og vilji menn ekkert með mig hafa hérna þá fer ég í
sjóherinn til að geta þó að minnsta kosti þjónað hans tign, keisaranum, á
sjónum. Og vilji þeir heldur ekkert með mig hafa þar, ef herra aðmíráll-
inn sparkar í rassgatið á mér, þá mun ég þjóna hans tign í lofthernum.“
Hver einasti maður í öllum herbúðunum var sannfærður um að Svejk
góðidáti yrði rekinn úr hernum. Þann 3. júní var komið með sjúkrabömr
90