Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 110
Hímarit Máls og menningar
„Tilkynni í undirgefni, við erum bensínlausir orðnir,“ hvein þá í Svejk
aftan við flugmanninn, „mér láðist því miður að fylla tankinn.“
Og svo litlu síðar:
„Tilkynni í undirgefni, við erum að hrapa í Dóná.“
Fyrr en varði skaut þeim upp úr grængolandi öldum Dónár. Þegar Svejk
góðidáti synti á eftir offíséranum til lands sagði hann:
„Tilkynni í undirgefni, við settum hæðarmet."
Nú stóð til að halda geysimikla flugmálahátíð á flugvellinum við Wiener
Neustatt.
Vélarnar voru yfirfarnar, mótorar reyndir og dyttað að öllu svo þær
væru búnar til flugs.
Þeir Herzog lautínant og Svejk áttu að fljúga saman á tvíþekju sem var
alveg örugg í flugtakinu.
Fulltrúar frá herjum annarra landa voru gestir á hátíðinni.
Gregorescu majór frá Rúmeníu sýndist hafa alveg sérstakan áhuga á vél
þeirra Herzogs. Hann settist um borð og skoðaði allt í krók og kring.
Lautínantinn skipaði Svejk góðadáta að setja mótorinn af stað. Spaðinn
fór að snúast. Svejk settist við hliðina á Rúmenanum sem var niðursokk-
inn í að skoða hæðarstýrissnúruna. Majórinn var svo ákafur að húfan
fauk af höfðinu á honum.
Þá kom á Herzog lautínant og hann sagði:
„Svejk, djöfuls fábjáninn, það vildi ég þú værir floginn til helvítis.“
„Skal gert, herra lautínant,“ hrópaði Svejk, greip stýrið og gaf fullt
bensín. Tvíþekjan reif sig á loft með ærandi hávaða.
Þeir stigu nú í 20, 100, 300 og 450 metra hæð og stefndu í hásuður
með 150 kílómetra hraða á klukkustund. Framundan voru fannhvítir Alpa-
tindarnir. Veslings majórinn kom ekki til sjálfs sín fyrr en þeir svifu hátt
yfir skjannahvítum jökultindi, hann starði á náttúrufegurðina sem blasti
ógnandi við.
„Hvað er á seyði? “ spurði hann titrandi hræddur.
„Ég biðst forláts í undirgefni, við fljúgum bara samkvæmt skipun,“
svaraði Svejk af stakri kurteisi.
„Og hvar lendum við svo?“ spurði Gregorescu majór og tennurnar
glömruðu í munninum á honum.
„Bið forláts í undirgefni, ekki veit ég hvar við hröpum. Ég flýg bara
samkvæmt skipun, kann að fljúga upp en ekki að lenda. Við herra lautín-