Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 9
Ádrepur hagsmuna eða valda að gæta í verkalýðsfélagi eða sósíalistaflokki reyni að kalla Marx til vitnis um að þeirra samtök eigi að hafa forystuna. En fræðimaður getur ekki notað úrskurð Marx til neins, rök hans eru honum allt, niðurstaðan ekkert. Auðvitað er Auði Styrkársdóttur og hverjum sem er öðrum heimilt að leita uppi ólíkar hugmyndir Marx um sömu hluti og bera þær saman. Það er hvorki verri né betri iðja en margt af því sem fólk dundar við í háskólum út um allan heim og kallar rannsóknir. En hafi verið meining Auðar að leggja eitthvað meira til málanna, þá verð ég að segja að grein hennar endar þar sem hún gat farið að verða áhugaverð. „Af öllu framangreindu má ljóst vera, að Marx hefur aldrei lagt þekkingar- fræði nógu vel niður fyrir sér, eða hvernig vitundin nemur veruleikann", segir Auður (bls. 145). Þetta kann nú vel að vera satt; enginn getur hugsað út í alla hluti. En reyndar held ég að karlinn hafi svarað spurningu Auðar nokkurn veginn með verkum sínum. Hann hefði varla setið árum saman í sárustu fátækt við að vinna kenningar sínar ef hann hefði ekki haft trú á að menntamaður gæti hugsað sig inn í réttan skilning á kjörum öreiganna. Hann hefði varla flúið land úr landi í leit að stað þar sem hann gat birt skoðanir sínar ef hann hefði haldið að alþýða manna yrði byltingarsinnuð af því einu að vinna í verksmiðjum. Hins vegar þurfti hann ekki nema miðlungsgóða smekkvísi til að stilla sig um að blása sig út um forystuhlutverk menntamanna í riti. Og þótt hann kunni að hafa staðið nærri nauðhyggju stundum var hann kannski ekki sá vélhyggjumaður að ímynda sér að „menntamenn" ynnu eða hugsuðu á einhvern ákveðinn einn veg eða að „vitundin" næmi „veruleikann" alltaf á sama hátt. Segja má að Auður Styrkársdóttir hafi tilhneigingu til að þrengja að Karli Marx, króa hann inni í eigin mótsögnum (kannski að einhverju leyti ímynduð- um) og ætlast til að kenningar hans marki eina vísa leið í pólitík. Halldór Guðmundsson fer þveröfugt að. I bráðskemmtilegri grein og fróðlegri um margt sé ég ekki betur en hann afneiti mestallri leiðsögn Marx í bók- menntafræði. En hann gerir það ekki á þann einfalda hátt að segja að grundvall- arhugmyndir sögulegrar efnishyggju eigi alls ekki við bókmenntir, heldur vill hann taka Marx með sér út í það sem hann kallar „könnun á samspili inntaks, sögu og forms“ (bls. 158). Eg efa ekki að slík könnun geti verið forvitnileg. En ég sé ekki neina ástæðu til að kenna hana við marxisma. Það virðist jafnast á við að kalla hvaða sögu sem er marxisma. Könnun í sögulegri þróun fyrirbæris, það að setja þróun fyrirbæris í samhengi við þjóðfélagsbreytingar á einhverju öðru sviði, væri þá marxísk iðja, og þá færi að verða erfitt að vera sagnfræðingur án þess að vera jafnframt marxisti. A hinn bóginn vill Halldór gera sem minnst úr sumu því sem löngum hefur verið talið til grundvallaratriða sögulegrar efnishyggju: „sums staðar tala þeir [Engels og Marx] um hvernig yfirbygging samfélagsins sé háð efnahagslegri undirstöðu þess (og er gildi þess líkans takmarkað)." (Bls. 152.) Vissulega er gildi þess ekki takmarkalaust, en ég vil halda því fram að það sé ekki tak- 239
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.