Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 46
Tímarit Máls og menningar ekki mætti skilja sögur hans sem draumlýsingar og bera eigin umsagnir hans og breytingar á handritum því ljóst vitni. Um er að ræða vakandi veruleika hinnar einangruðu mannsvitundar og skynjun hennar á firrt- um heimi. Oft er sem Kafka vilji gefa til kynna sigur veraldarinnar í þessari tilvistarbaráttu. Það sem er svo hrollvekjandi við „Hamskiptin" er ekki hin nýja mynd sem Gregor fær á sig eða dapurleg örlög hans, heldur lokalína sögunnar, þegar Gregor er dauður en blómarósin systir hans, sem lifir lífinu umhugsunarlaust, „teygði úr ungum líkama sínum.“ Svipað gerist í „Hungurlistamanninum“, þekktri sögu frá síðustu árum Kafka. Hungurlistamaðurinn er dæmigerð söguhetja höfundar; hann stendur á vissan hátt fyrir utan veröldina, list hans felst í að dvelja í fjölleikahúsbúri og fasta á alla jarðneska fæðu svo dögum og vikum skiptir — ætla má að helsta næring þessa meinlætamanns sé andlegs eðlis (hann myndar algjöra andstæðu við „athafnamennina“ í verkum Kafka). Hann „vann heiðarlega en veröldin sveik hann um laun hans.“ Ahorf- endur og starfsfólk gleyma honum og hann veslast upp. Seinna eru leifarnar af honum hirtar og í búrið látið ungt pardusdýr sem geislar af lífsgleði og laðar að sér mannfjöldann. I sambandi við örlög persónanna hafa ýmsir gagnrýnendur hent á lofti orð Kafka um að sífelld höfuðsynd mannsins frá og með brottvísun hans úr paradís sé óþolinmæðin.19 Kemur þá strax í hugann óþolinmæðin að reyna að skilja tilveruna eða velta vöngum yfir henni. Má benda á óþolinmæði brúarinnar að vita hvað olli hinum skyndilega sársauka, óþolinmæði sveitalæknisins að komast í sjúkravitjun, óþreyju Jósefs K. að ganga sem snarast frá réttarhöldum sínum. — Ekki skyldi lesanda þó verða hughægra við þessi orð Kafka, því þolinmæðin virðist engu betri kostur, eins og dæmi hungurlistamannsins sýnir. Maðurinn sem kemur ofan úr sveit í „Frammi fyrir lögunum“ er varaður við inngöngu í lögin, hlýðir því og eyðir síðan ævinni allri í þolinmóðri bið utan við dyrnar, uns hann deyr gamall maður en fær þó fyrst að vita að inngangur þessi hafi verið ætlaður honum einum. Þetta er dæmigert fyrir tvíræðni þá og mótsagnir sem einkenna verk Kafka. Manninum er sagt að tortíming bíði hans ef hann gengur inn í lögin, en líf hans utan þeirra er þó ekkert annað en glötun. Það virðist ekki vera hægt að lifa. Skýrasta mynd af slíkum lífsaðstæðum dregur Kafka upp í eftirfarandi dæmisögu sem hann nefndi „Kleine Fabel“. Má ef til vill sjá speglast í henni örlög Jósefs K.? 276
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.