Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar
Og seinna, eftir að hún er komin í hóp viðurkenndra skálda kallar hún
skáldskap sinn dót og rugl:
Nýlega var ég að blaða í ýmsu gömlu dóti í „rugluskúffunni" minni. (Eg kenndi
börnunum mínum að kalla skáldskaparskúffuna mína „rugluskúffuna" hennar
mömmu og það heitir hún enn — á okkar máli). (Ur minningablöðum, 1965. Bls.
106.)
Þrátt fyrir hömlurnar sem bókmenntahefðin leggur á skáldskap kvenna,
og sem Hulda upplifði svo sterkt, tókst henni að finna leið til skáldlegrar
tjáningar eins og ljóð hennar bera með sér og meira að segja að öðlast
viðurkenningu fyrir.
En togstreita skáldkonu frammi fyrir bókmenntahefð, sem lítur á hug-
tökin skáld og konu sem andstæður, er áberandi viðfangsefni í ljóðum
Huldu og sýnist mér greinileg þróun í afstöðu hennar til þess, eins og fram
kemur hér á eftir.
Meginviðfangsefni fyrstu bókar Huldu, Kvxba (1909), eru andstæðurnar
frelsi og öryggi. Það birtist með ýmsu móti í mörgum ljóðum en sameigin-
legt þeim flestum er að Hulda byggir þau upp á myndum úr náttúrunni.
Þannig eru vængir, fuglar og flug tákn frelsis, einnig golan, vorið, hafið og
víðáttur í landslagi. Táknræn fyrir kúgun, en um leið öryggi, eru þröngir
dalir, veturinn, nóttin, haustið, fölnuð blóm og flugvana eða vængbrotnir
fuglar sem verða eftir þegar aðrir fuglar fljúga burt.
I einstaka ljóðum afneitar hún frelsisþránni og velur öryggið, t.d. í
ljóðinu Sonur íslands (bls. 68). Þar talar kona sem er tilbúin að afsala sér
frelsi sínu og fá það í hendur honum sem hún ávarpar þannig:
Þú festir rætur í fjalli hörðu,
þar fannir tárhreinar stofn þinn vörðu
og svalablærinn þjer söngva kvað,
en silfurdaggir þjer færðu bað.
Athyglisvert er að eftir að hún gefur frelsisþrána frá sér ríkir eilífur vetur í
ljóðinu, sem tengist dauðanum (þ.e. vetur boðar dauða í náttúrunni) og
hún ætlar að láta sér nægja að fljúga á skíðum í staðinn fyrir vængjum. En
veturinn kemur ekki að sök því að vegna ástar karlsins finnst henni sumar
þótt frostið næði:
318