Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar
En þótt draumur og skáldskapur séu ólíkir á lokastigi, þá álítur Freud
að upphafið sé eitt og hið sama: þeir eru af sömu rót, hafa sama viðfang og
sama tilgang. Eða eins og hann segir: „Ný og voldug upplifun vekur með
skáldinu minningar um fyrri reynslu sem í flestum tilvikum er frá barn-
æsku, þar af sprettur óskin sem rætist í skáldverkinu; í sjálfu skáldverkinu
má greina þætti bæði frá nýja tilefninu og gömlu minningunni.“ (Freud,
1907)
Nýja volduga upplifunin bak við Draumleik eru átökin við Harriet
Bosse, en bernskuminninguna finnum við í spurn barnsins andspænis
lífsgátunni: hvað er á bak við dyrnar sem barnið má ekki opna, hvað gerir
fullorðna fólkið handan við dyrnar sem barninu er meinað að ganga um.
Liðsforinginn man þegar það rann upp fyrir honum hvernig börnin verða
til, um leið og þjónustustúlkan hverfur á bak við læstar dyr. Strindberg er í
kaupbæti svo vinsamlegur að kveða enn fastar að orði fyrir þá sem skilja
ekki hvað hann er að fara. Hann lætur liðsforingjann rifja upp minningu
um „býfluguna og blómið“ í næstu replikku. Þótt barnið skilji nú hvernig
börnin verða til þá jafngildir það ekki því að barnið sé neinu nær um
svarið við lífsgátunni, og þegar það ætlar á eigin spýtur að bera sig eftir
björginni, verður það fyrir hræðilegu áfalli: býflugan stingur þegar það
snertir blómið.
Þessi hræðsla býr um sig í barninu sem ótti við að missa „broddinn" og
kemur fram í auðmýkingu liðsforingjans barnalega þegar magisterinn
kennir honum lexíu. Við vinnum víst aldrei bug á þeim kvíða.
Eg tel mikilvægt að gera sér grein fyrir einu atriði varðandi Draumleik.
Draumurinn afhjúpar ekki samhengi sitt í réttri röð sem lesa megi frá orði
til orðs og skeyta síðan saman í sögu. Hin einstöku atriði renna saman án
þess að okkur sé ljóst á hvern hátt, persónur skipta um hlutverk, sumar
líka um nafn. Draumurinn er óháður tíma og rúmi og persónum, hann
hrærir öllu saman eftir þörfum. A einum stað segir dóttir Indra: „Eitt ár er
guðunum sem andartak.“ Hið sama gildir um drauminn sem á undarlegan
hátt er óháður tíma. Allt gerist í hvelli. I því felst auðlegð draumsins öfugt
við fátæklegan lestur okkar, við erum nauðbeygð til að lesa textann, sjá
leikinn, segja söguna frá byrjun til enda.
Lestur okkar byrjar á byrjuninni og lýkur við sögulok. Draumleikur
hefst í þeirri trú að eitthvað hljóti að vera gott og í ósk um að sjá og reyna
hið góða. Með áherslu á trú, sjón og vissu. En allt versnar jafnt og þétt eins
og kemur fram í textanum sjálfum: „Mikið eiga mennirnir bágt.“ Hér
erum við komin inn á „hættusvæðið" þar sem við höfum ekkert að vinna,
öllu að tapa, eða eins og segir í verkinu um ekkertið, tómleikinn er líka til,
hann á sér tilveru. Maðurinn hættir sér inn á bannsvæðið, í Draumleik
312