Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 27
Loftur á „hinu leiksviðinu “
— er Loftur tragísk hetja eða er hann bara taugaveiklaður stráklingur í
einhvers konar seiðskrattaleik?
Ekkert af þessu er auðskilið af yfirborðsgerð leikritsins. Sé það hins
vegar skoðað í ljósi sálgreiningarinnar koma í ljós afstæður, sem raða sér
saman í mynstur, hreyfing verður til sem liggur ekki aðeins til grundvallar
þessu verki, heldur kannski öllu höfundarverki Jóhanns Sigurjónssonar.
Jóhann var næmur listamaður, jafnvel ofurnæmur, í verkum hans speglast
andlegar hræringar samtíma hans, efasemdir og örvænting. Sálarstríðið
sem felst í leikritinu Galdra-Lofti er á engan hátt einkamál Jóhanns
Sigurjónssonar — heldur er það sálarstríð þessarar aldar.
II.
Það er ákaflega erfitt að skilgreina bókmenntafræðihugtakið „íronía“ og æ
erfiðara eftir því sem skáldverkið er íronískara, eftir því sem íronían er
byggð kirfilegar inn í sjálfa hugsun og lífsviðhorf verksins. Ironía hefur í
för með sér alveg sérstaka tvíræðni eða tvöfeldni í textanum, það sem er
sagt, er ekki satt eða að minnsta kosti ekki allur sannleikurinn.
I „háði“ eða „satíru“ eru skilaboðin til lesanda um ótrúverðugleika
textans oftast skýr og ótvíræð og liggja meira eða minna á yfirborðssviði
verksins. I íroníunni eru öll skilaboð torræðari; fjarlægð, efi og vantrú
íroníunnar geta laumast inn í samspilið á milli merkingarsviða textans,
með eða án vitundar höfundarins. Hann býr til blekkingu í textanum en
afhjúpar hana samtímis. Og þannig má segja að íronían sé „stöðug
hreyfing frá og fram hjá öllum boðskap".5 Ironíu má samkvæmt þessu
skilgreina sem samspil á milli blekkingar og afhjúpunar á henni, flótta frá
merkingu, fjarlægð frá yrkisefninu og efa um allan „sannleika”. Afneitun-
in sem felst í slíkri íroníu getur verið erfið lesandanum, af því að öll höfum
við djúpa þörf fyrir öryggi, samræmi og eindrægni. Hins vegar einkennir
þessi tegund íroníu mörg af bestu bókmenntaverkum seinni tíma og hún
gegnsýrir leikritið Galdra-Loft, ekki aðeins hluta þess eða einstakar
persónur heldur allt verkið niður á dýpstu merkingarsvið þess — „hitt
leiksviðið“ eins og Freud kallaði dulvitundina.
Ironían birtist manni strax í fyrstu setningum leikritsins. Leikritið hefst
inni í miðri sögu fyrsta ölmusumannsins,6 sem segir frá stórmennskubrjál-
æði „aumingja“ nokkurs úr landsfjórðungnum. Sagan myndar heild þó að
byrjað sé í miðjum klíðum, fyrst er sagt hlutlaust frá ummælum „hans“,
svo kemur afhjúpunin og loks niðurstaðan sem er margræð. Sagan er
kaldhranaleg, laus við samúð eins og alþýðlegar gamansögur af geðsjúk-
lingum eru — en um leið er lögð áhersla á að þetta er engin gamansaga.
tmm XIX
289