Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 90
Tímarit Máls og menningar leikinn. Hann tók ekki einu sinni eftir brosinu sem hann þekkti þó svo vel. Hann sá aðeins fyrir framan sig fagurskapaðan líkama fyrirlitinnar vinkonu sinnar. Hatrið blés allri tilfinningamóðu af fýsn hans. Hún ætlaði að ganga til hans, en hann sagði: „Vertu kyrr þar sem þú ert, ég verð að geta séð þig almennilega.“ Hann vildi orðið aðeins eitt, leika hana eins og gleðikonu. En hann hafði aldrei komist í kynni við gleðikonu og hugmyndir sínar þar að lútandi hafði hann úr bókum og frásögnum. Hann kallaði fram þessa ímynd og það fyrsta sem skaut upp í huga hans var nakin kona í svörtum undirfötum dansandi uppi á gljáandi píanóloki. Ekkert píanó var í herberginu, aðeins lítið dúkað borð upp við vegg. Hann skipaði vinkonu sinni að klifra upp á það. Hún reyndi að færast undan en: „Eg borgaði þér fyrir þetta,“ sagði hann. Hún reyndi að halda leiknum áfram undir hvössu og ákveðnu augnaráði hans, en hana skorti kraft til að halda áfram. Hún klifraði upp á borðið með tár í augum. Borðið var tæpur metri á kant og riðaði. Hún var hrædd um að missa jafnvægið uppi á því. Hann naut þess hins vegar að virða fyrir sér nakinn líkama hennar sem trónaði fyrir framan hann og öryggisleysi þessa líkama gerði hann ennþá fruntalegri. Hann vildi sjá þennan líkama í alls kyns stellingum og á alla vegu, rétt eins og hann hugsaði sér að aðrir menn hefðu séð og myndu sjá hann. Hann var klúr og lostafullur. Hann lét út úr sér orð sem hún hafði aldrei heyrt hann segja. Hún reyndi að andæfa, losna úr þessum leik, nefndi nafn hans, en hann skipaði henni að þegja og sagði að hún hefði engan rétt til að tala svona við sig. Þá brotnaði hún saman, ringluð og grátklökk. Hún beygði sig fram og kraup eins og honum þóknað- ist, heilsaði að hermannasið og síðan dillaði hún sér í villtu tvist- atriði; en hún skrapp snöggt til á dúknum og minnstu munaði að hún dytti. Hann greip hana og dró yfir í rúmið. Hann tók hana. Hún gladdist við tilhugsunina um að nú væri þessu gráa gamni loks lokið, að nú myndu þau bæði verða eins og þau ættu að sér, eins og þau elskuðu hvort annað. Hún ætlaði að þrýsta vörum sínum að hans, en hann ýtti henni frá sér og endurtók að hann kyssti aðeins þær konur sem hann elskaði. Hún brast í grát. En hún fékk ekki einu sinni að gráta, því ofsafull ástríða vinar hennar lagði smátt og smátt undir sig líkama 352
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.