Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 19
Ottó Weininger og Vínarborg
isins, og aðskilnaður lífs og listar varð þeim sérlega hugleikið viðfangsefni
(það á til dæmis við um skáldið Hugo von Hofmannsthal).
Ein leið til að brúa þessa gjá var að takast á hendur ferð um víðáttur hins
innra sjálfs eins og Weininger kallaði það, í stað þess að einblína á ytri
framfarir. Sá hópur höfunda sem kenndi sig við Das junge Wien var fyrst
og fremst samhuga um þetta, sem hugmyndafræðingur þeirra Hermann
Bahr orðaði svo:
Eg held að það verði að sigrast á natúralismanum með taugaveiklaðri rómantík; eða
öllu heldur: með dulmögnun taugakerfisins.8
Knut Hamsun orðaði viðleitni sína á ekki ósvipaðan hátt þegar hann var
að skrifa Sult. Þessum mönnum virtist hvunndagurinn loginn, sannleikann
var að finna innra með þeim sjálfum, og leiðin til hans lá í gegnum listina.
A þessum grundvelli hefja þeir það uppgjör við ríkjandi list á öllum
sviðum sem kennt hefur verið við módernisma og sem fæðir af sér sín
mikilfenglegustu verk á millistríðsárunum. Ungir myndlistarmenn undir
forystu Gustav Klimt gera atlögu að innantómum og flatneskjulegum
myndverkum akademíunnar. Meðal yngri manna í þessum hópi var líka
tónskáldið Arnold Schönberg, sem reyndist ekki lítill byltingarmaður á
sínu sviði — einnig hann hafði orðið djúpt snortinn af verki Weiningers.
Og því hefur líka verið haldið fram að heimspeki Ludwigs Wittgenstein
hafi ekki hvað síst mótast af því að hann ólst upp í Vínarborg aldamótanna
og varð vitni að þeim tragíska aðskilnaði tungutaks og lífsreynslu sem var
meðal þess sem leiddi Habsborgarríkið til falls. Uppgjör átti sér líka stað á
sviði byggingalistar og fór þar fremstur arkitektinn Adolf Loos („Skraut
er glæpur“ eru fræg einkunnarorð hans). Þessum mönnum var ekki hvað
síst sameiginleg krafan um skilyrðislausan heiðarleika sem algera and-
stæðu við ríkjandi hugmyndafræði samtímans. Það var þessi heiðarleiki og
sannleiksþrá, sem duldist ekki við neinar þær niðurstöður sem komist var
að, sem þeir hrifust af í verki Otto Weiningers. Hér var maður sem þorði
að takast á hendur ferð í eigið sálardjúp, þorði að gera þá miskunnarlausu
sjálfskönnun sem var æðsta boðorð margra aldamótamódernista.
En þessa ferð varð hver og einn að fara einsamall og það er ljóst að
uppgjör þessara manna við hugmyndafræði feðra sinna var bæði and-
samfélagslegt og and-pólitískt. Þeir neituðu að taka við þjóðfélagslegu
verki þeirrar borgarastéttar sem hafði komist til valda í Vínarborg og sú
neitun hvíldi oft þungt á þeim. Það er tæpast tilviljun að meðal ungra
menntamanna þessa tíma voru líka þeir sem hvað fyrstir komu auga á
þýðingu minnimáttarkenndar (Alfred Adler) og Ödipusarduldar (Sig-
mund Freud) fyrir mannlegt sálarlíf. Og það er engin furða þótt uppgjörið
281