Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 55
„Ljóðafugl lítinn ég geymi ..." Hún átti ekki til eigingirni. Hún skaraði fram úr í vandasömum listum heimilislífs- ins. Hún fórnaði sér daglega ... — í stuttu máli var hún þannig gerð að hún átti hvorki eigin skoðanir né óskir, en vildi heldur aðhyllast sömu skoðanir og eiga sömu óskir og aðrir. Umfram allt — ég þarf varla að taka það fram — var hún flekklaus. She was utterly unselfish. She excelled in the difficult arts of family life. She sacrificed herself daily... - in short she was so constituted that she never had a mind or a wish of her own, but preferred to sympathize always with the minds and wishes of others. Above all - I need not say it - she was pure.9 I sömu grein lýsir Virginia Woolf hvernig hún varð, á táknrænan hátt, að drepa heimilisengilinn til að geta skrifað, þ.e.a.s. hún varð að hafna ímynd konunnar sem engils þar sem sú ímynd er, í fórnfýsi sinni og skorti á sjálfsvitund, ófær um listræna sköpun og þar með ónothæf og beinlínis hættuleg fyrirmynd skáldkonunnar. Stjúpa Mjallhvítar í ævintýrinu er gott dæmi um mynd af konunni sem skrímsli. Hæfileiki hennar til listrænnar sköpunar kemur berlega í ljós í því hvernig hún skiptir hvað eftir annað um gervi og bruggar Mjallhvíti banaráð, en sú sköpun leiðir til ills eins, og verður að lokum til þess að karlveldið (prinsinn) tortímir henni. Mjallhvít sjálf hefur aftur á móti alla eiginleika engilsins, hún er barnaleg, þæg, undirgefin og óvirk. Niðurstaða ævintýrsins er sú að vilji konan lifa af verði hún að lúta karlveldinu (hlýða dvergunum og prinsinum) og um leið vera ófær um listræna sköpun. Vilji hún vera skapandi þá leiðir sköpun hennar til ills eins þar til hún að lokum tortímir listakonunni. Hefðin leggur þannig hömlur á bókmenntasköpun kvenna sem birtast m.a. bæði í því hvernig hún lýsir konum og skáldum. Eins og Helga Kress bendir á í grein sinni „Um konur og bókmenntir" í smásagnasafninu Draumi um veruleika er til lýsing Huldu á því hvernig hún brást við andstöðunni við skáldskap kvenna. Fyrst í stað fór hún leynt með skáldskap sinn en eftir að komst upp um hana lýsir hún líðan sinni þannig: Mér varð við, sem stæði ég allsnakin frammi fyrir öllum heimi. Þetta var voðalegt. „Það hefur aldrei þótt mikil prýði á kvenfólki," stóð í Grasaferð Jónasar — að yrkja. Svo mundi ég eftir Ljósavatnssystrum, sem höfðu ort óttalegar vísur, svo að mennirnir þeirra urðu að borga heilmikið af peningum fyrir tiltektir þeirra. Þetta hafði ég heyrt og af því, að það snerti skáldskap kvenna, þá hafði það brennt sig inn í huga minn. (Ur minningablöðum, 1965. Bls. 49.) 317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.