Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar Og hugur minn verður harpa á ný, hljómar og stígur, sem fugl yfir ský, fannhvít fljúgandi ský. Hver veit hvaðan söngvanna söngvar streyma? Jeg sje þig brosa — lít þjer í augu og finn: þar á fegurðin heima. (bls. 40) Sambandið við elskhugann færir henni fegurð og frelsi í þessum ást- arljóðum, andstætt innilokuninni sem kvenhlutverk leiða af sér fyrir konur í Segdu mjer að sunnan og Við ysta haf. I kynferðislegu sambandi við elskhugann finnur hún leið til tjáningar og losnar úr klakaböndum: Tárhlýir dulardraumar sem dögg yfir sál mína falla; sem Ijósgeislar vekja og verma, sem vindhörpur blíðar kalla; líða' eins og ljúflings ómar um lífs míns frostþögla strengi. — Himnesku, hljóðu söngvar, hví huldust þið mjer svo lengi? (bls. 45) Og í sameiningu þeirra upplifir hún gerandahlutverk sitt og mátt: „Armur minn örlögum veldur,/ eilífan mátt jeg finn.“ (bls. 49) Elskhuginn er skáldkonunni hér augljóslega álíka uppspretta andlegs krafts og hefðbundin listagyðja er karlskáldum. I þessum ástarljóðum hefur Huldu tekist að skapa ljóðmælanda sem styrkist og nærist á kynferðislegu ástarsambandi við karlkyns listagoð. Henni tekst hér, það sem henni tókst ekki í fyrri bókum, að brjóta þá hefð sem gerir ráð fyrir að konur séu þolendur, ofurseldar karlveldinu. Tragískur þáttur þessarar ástar, sem annars er holl fyrir skáldkonuna, er að leiðir ljóðmælandans og elskhugans hljóta að skiljast: „Til suðurs þú flýgur — til austurs jeg/ óraleiðanna bláa veg.“ (bls. 42) Eftir er aðeins endurminningin sem uppspretta skáldskaparins: „Mín ljóð eru bjarmi þess elds, er eittsinn var/ og ómur strengs, er hlaut að bresta sundur." (bls. 43) En brostinn strengur getur ekki endurómað lengi, áður en varir hlýtur hann að þagna, og þar með þeim skáldskap að ljúka sem spratt af skapandi ást skáldkonunnar og elskhugans. I seinni hluta Þú hlustar Vör og síðustu ljóðabók sem Hulda bjó til prentunar, Söng starfsins (1946), kveður við nýjan tón. Nú er grunntónninn ekki lengur dýrkun frelsisins og ófullnægð frelsisþrá ljóð- mælenda heldur þvert á móti dýrkun á þeim fjötrum sem karlveldið hneppir konur í. 330
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.