Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 117
Blómstrandi kvendýr margt) og er hún trúlega fáguð af þessari (innri) baráttu við náttúruöflin. Ennfremur sýnast þessi þunglamalegheit eiga rætur í bókmenntaarfi þjóð- arinnar og virðingu fyrir einhverju „rótgrónu" villimannaeðli. (Þegar útlendingar eru að henda gaman að íslendingum og segja við þá: „Þið eruð víkingar" þá hlýnar þeim um hjartarætur og færast þá oft í aukana). Þetta þjóðareinkenni hefur af íslenskum listvinum verið uppnefnt „ástríða", „eldur", „flug", eða ef ósjálfráð skrift menningarskriffinnanna fær alveg að ráða ferðinni: „snilligáfa". íslenska kergjan og æðruleysið eru (að mörgu leyti) karl- og kvenkyns form ofannefndra þunglamalegheita. Þriðja uppsprettan er tettarböndin eða ættarsamfélagið sem hér teygir angana víðar og býr yfir meira afli vegna fámennis (og dreifbýlis) en gerist hjá flestum öðrum þjóðum. Það góða við það er, að það lítur út fyrir að vera gætt miklu umburðarlyndi gagnvart mannlegum breyskleika svo sem fylliríum, framhjáhöldum, hjónaskilnuðum, vanskilum og smáglæpum. Að hinu leytinu er það furðu sjálfhverft, stendur oft í vegi fyrir heilbrigðri framrás og beitir þá útskúfunar- eða einangrunartilburðum til að bægja aðsteðjandi „hættum" frá. („Svartir sauðir" hafa ætíð verið algengir á íslandi, og víðsvegar í þjóðlífinu hafa samansaumuð „ættarveldi" löngum grafið um sig). En gagngerust áhrif ættarsamfélagsins íslenska er að finna í „listinni" í hinum heimilislega tón (eða vingjarnlega masi) þjóðlegra fræða. (Á seinni árum hefur komið fram skrýtin samsuða „einangrunarhræðslu" og „ættarsamfélags" í hinu svokallaða „þjóðháttapoppi" sem hefur m.a. stungið sér niður í list, auglýsingum, skemmtiiðnaði, áhuga á „gömlu" og víðar). Á okkar tímum stefnir í að listasaga síðustu 20 — 30 ára verði skráð í þessum „stíl" þjóðlegra fræða, (eins og flest sem hefur verið skrifað um list hérlendis fram að þessu) sem minnir á íslenska þýfið, þ.e. hvorki tún né hólar. Þar er flest skoðað utanfrá og þegar listin á í hlut eru listamennirnir vegnir og metnir en verkin látin fúna „óséð" á haugum. Þegar íslenskir listamenn (og aðrir) leiðast út í einhver afbrigði „þjóð- legra fræða" eða „þjóðháttapopps", vanalega um og uppúr fertugu, eru þeir trúlega (kannski ómeðvitað) að endurgreiða ættarsamfélaginu það sem því ber fyrir að hafa umborið breyskleika þeirra. (Sem sjaldan er nokkuð verra en fyllirí, leti eða lauslæti). Myndlist sem slík er fyrst og fremst vísindi um myndmál, og niðurstöður þeirra vísinda eru um hegðun (eðli) forma á myndfleti. (I þessu sambandi 379
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.