Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar
listsköpun (,,lífið“) er fyrst og fremst viðleitni til að gera grein fyrir
„manninum“, með öllum hugrenningum hans og innihaldi, og staðnum
sem hann er á, landinu, umhverfinu. Uppruni og það sem rennur upp er
og hlýtur að vera eilíft verkefni listarinnar hvar á landi sem er.
I menningu íslenska lýðveldisins renna upp í íslendingnum, í mismun-
andi innbyrðis hlutföllum, þrjár megin uppsprettur uppruna sem marka
öll verk hans og háttalag í hvaða starfi sem er, en eru (samkvæmt eðli
listarinnar) augljósastar í listalífinu. I myndmáli, orðmáli, tónmáli er þetta
oftast hið „ósagða“ í listaverkunum; það einfaldlega segir sig án þess að
listamaðurinn viti að hann hefur sagt það. I flestum íslenskum listaverkum
(eftir stríð) er þetta það eina sem tekst að segja og á fullkomlega heiðar-
legan hátt því það er oftast sagt ómeðvitað. (Að vísu má segja að tími
„meðvitundar" eða tilrauna til „endurtúlkunar“ byrji ekki í íslenskri
myndlist fyrr en uppúr 1970, m.a. af þeim ástæðum að „landið“ var ekki
orðið „sýnilegt“ gegnum myndir á heilsteyptan hátt fyrr en rétt um það
leyti).
Fyrsta uppsprettan er hræðsla við einangrun sem virðist nú liggja að
baki nokkrum sterkustu dráttunum í svipmóti íslenskrar menningar;
æðibunuganginum, hinni margháttuðu „poppun“, áhrifagirninni, þ.á m.
undanlátssemi við útlent og útlendinga og framkvæmdagleðinni. I lífsstíl
verður hennar greinilegast vart í fylgni við kjörorðið „að vera með á
nótunum“, sem oft hefur tilhneigingar til að leiðast út í ógagnrýnan
sleikjuskap við „unga fólkið“ og uppátæki þess. Miðaldra „listáhrifa-
menn“ sem gert hafa út á þessa lífsspeki frá æskuárum eru orðnir opnir í
báða enda, hin fullkomna andstæða einangrunar eða hin fullkomna ein-
angrun, og umsvif þeirra í menningarmálum snúast oft, í bestu trú, aðeins
um það að koma tilviljunarkenndum byrjendaverkum til vegs. Þessi
hræðsla kemur einnig fram í ístöðuleysi, úthaldsleysi og (duldum) ótta við
úrvinnslu (þróun) hugmynda, hugsunar eða verka. Menning sem hræðist
úrvinnslu er ekkert annað en (tilviljunarkennt) neistaflug sem aldrei
verður að eldi; hugmyndir sem kvikna en slokkna síðan aftur inn í sjálfar
sig. Þannig er þessi (taumlausa) hræðsla við einangrun, sem á sér sögulegar
ástæður, ein aðalorsök þess menningarlega barnaskapar sem oft er hafður í
frammi á opinberum vettvangi.
Önnur uppsprettan er þunglamalegheit eða stirðbusaháttur, andlegur
og verklegur, sem er að líkindum orðinn íslendingum í blóð borinn og á
sér efalítið rætur í landkostum og veðurfari. Ef íslendingar eru eða hafa
verið á „heimsmælikvarða" í einhverju, þá er það í því að berjast við
náttúruöflin. Eina listformið sem náð hefur verulegri fágun á Islandi er
stakan (og ef til vill mynsturútskurður sem er reyndar skyldur henni um
378