Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 98
Sindri Freysson Frumur og svoleiðis Litla íbúðin var næstum því algerlega myrk, aðeins smá bjarmi barst frá auglýsingaskiltunum úti á verslunargötunni inn um glugga. Skíman náði ekki að lýsa upp löngu, hoknu mannveruna sem stóð inni í einni dyragætt íbúðarinnar og andaði snörlandi gegnum nefið. Hann hafði sitthvað á móti starfi sínu, það viðurkenndi hann oft þegar hann talaði við sjálfan sig í kjallaranum. Það var þó starf, að vísu ældi hann stundum á eftir unnu verki vegna þess að honum fannst það ógeðslegt (sköllótti maðurinn notaði mjög mikið orðið ógeðslegt, sérstaklega þegar hann talaði um kaffið á litlu matsölunni). En hann hafði ekki getað fengið annað starf eftir að ÞEIR höfðu rekið hann í burtu frá kjötpökkunarstöð- inni. ÞEIR sögðu að hann skemmdi kjötskrokkana með hnífnum. Hann hafði verið lengi án atvinnu. Loksins hafði hann hitt sköllótta manninn í litlu matsölunni (hann hafði verið að kaupa kaffi) og það hafði ráðið úrslitum. Stundum hafði honum flogið í hug að gera eitthvað svonalagað en aldrei haft kjark í sér . . . eitthvað í sambandi við frumurnar hélt hann, eftir að hafa séð þátt í sjónvarpinu (það var sjónvarp á litlu matsölunni) um frumur og svoleiðis. Hann hafði hvergi fengið vinnu í langan tíma og sköllótti maðurinn borgaði vel fyrir unnið verk. Sérstaklega þegar konunöfn voru skrifuð á pappaþurrkurnar, þá fékk hann bónus, en það kallaði sköllótti maðurinn þegar fleiri seðlar voru í umslaginu heldur en venjulega. Núna fengi hann bónus (þetta hlaut að vera útlenskt orð, hann mundi ekki eftir að hafa heyrt það hjá fólkinu á Hælinu) það var hann hárviss um. Með rólegum handtökum lyfti hann upp gljáandi Polaroidmyndavél- inni og beindi að baðherbergisgólfinu. Skær, blindandi flassblossinn gerði líkama konunnar gulleitan eitt andartak. Skrúfjárnið stóð ennþá í bakinu á henni og hann hætti við að taka það með sér heim í kjallarann. Það féll svo vel saman við grænu kápuna . . . já og eldrauða hárið. Þau höfðu öll verið með svona rautt hár. Sköllótta manninum líkaði afar, afar illa við svona rautt hár. Líklegast eitthvað í sambandi við frumurnar og svoleiðis . . . 360
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.