Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 79
Ferðaleikur henni, tók utan um hana og þar sem hann vildi láta leiknum lokið nefndi hann nafn hennar ástúðlega. En hún sleig sig frá honum og sagði: „Mér þykir þú nú heldur fljótur á þér!“ — Fyrirgefðu fröken, sagði hann, forviða. Síðan starði hann fram á veginn, þögull. 4. En afbrýði ungu stúlkunnar hvarf eins fljótt og hún hafði komið. Hún var nógu skynsöm til að gera sér ljóst að þetta var bara leikur; henni fannst hún jafnvel hafa hagað sér dálítið kjánalega með því að hrinda honum frá sér í augnabliks afbrýði; og hún vonaði að hann hefði ekki tekið eftir þessu. Sem betur fer var hún búin þeim dásamlega hæfileika að geta breytt merkingu gerða sinna eftirá og hún ákvað að hún hefði ekki bandað honum frá sér í bræði, heldur vegna þess að hún vildi einfaldlega halda áfram þessum léttúðarfulla leik sem hæfði svo vel fyrsta frídeginum. Hún var því aftur orðin að puttastelpunni sem ýtt hafði frá sér óþarflega fjölþreifnum ökumanninum, aðeins í því skyni að treina og krydda gamanið. Hún sneri sér lítið eitt í áttina til ökumannsins og sagði mjúkri röddu: „Ég ætlaði ekki að særa þig, herra.“ — Fyrirgefðu, ég skal ekki snerta þig, sagði hann. Honum gramdist skilningsleysi hennar og eins það að hún skyldi ekki hafa viljað vera hún sjálf þegar hann óskaði þess; og fyrst hún vildi endilega halda grímunni beindist reiði hans að puttastelpunni sem hún var að leika; þannig fann hann skyndilega persónuna sem hann vildi leika: hann gaf kurteisisblaðrið upp á bátinn, það hafði verið krókaleið til að gleðja vinkonuna, og tók að leika jaxlinn sem leggur áherslu á ruddalegustu hliðar karlmennskunnar í sam- skiptum sínum við konur: harðneskjuna, öryggið, miskunnar- leysið. Hlutverkið gekk algerlega í berhögg við þann hlýja hug sem hann bar til hennar; raunar má segja að áður en hann kynntist henni hafi hann ekki verið eins tillitssamur og nú gagnvart konum, en 341
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.