Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 29
Loftur á „hinu leiksviðinu“
Allt myndmálið og táknin hafa kvenlegar tilvísanir og vísanir til móður-
innar. Brunnurinn, lausnarsteinninn sem vísar tii fæðingarinnar, lífs-
steinninn sem verndar og viðheldur lífinu og hulinhjálmssteinninn sem
vísar til þess sem er til, án þess að hann verði séður. Og loks er það
óskasteinninn sjálfur sem liggur á botninum og skín hvítur gegnum vatnið
— hann er tákn hins fullkomna samræmis, minningin um líf fóstursins í
móðurlífi þar sem öllum óskum er fullnægt og vellíðunarlögmálið ríkir
eitt. Kjarni þessa myndmáls er heit þrá Lofts eftir samræmi og
fullkomnum samruna við aðra mannveru.
Endurtekningarnar í textanum: „Fljúgðu, fljúgðu klæði . . .“ gefa hon-
um seiðandi hljómfall, hljómfall töfraþulunnar, barnagælunnar, ævin-
týrisins sem túlkar bernsku mannkynsins.
En strax í öðrum þætti byrjar blekkingin að afhjúpast. Dísa er enn í
skýjunum og vill halda stemningunni á milli þeirra Lofts frá deginum
áður, en hann getur það ekki. Sjálfsfyrirlitning hans byrjar að koma í ljós
og þó að Dísa lýsi ást sinni til Lofts tekst honum ekki að sjá sjálfan sig í
ofmati hennar. Hann er undarlega firrtur og „fer undan henni í flæmingi“
(47) . „Á morgun . . . verðum við algerlega hamingjusöm“ segir hann og
þegar Dísa hallar sér að honum og spyr: „Erum við ekki algerlega
hamingjusöm?" þegir Loftur andartak og svarar svo: „Jú, það erum við.“
(48)
Textinn sem á eftir fer hefur yfir sér blæ trúarjátningar: Eg var sjúkur en
þú hefur gert mig heilbrigðan — ég var metnaðargjarn en þú hefur gert mig
auðmjúkan. I lok atriðisins biður Loftur Dísu að ímynda sér helgan mann
sem getur „losað vesalan syndara við valdagirni og losta, loga reiðinnar og
myrkur hatursins . . .“ (49) og svo krýpur hann fyrir Dísu, lýtur henni og
hún strýkur honum um hárið eins og móðir barni. Öll sú kynferðislega
spenna sem lá að baki fyrsta atriðisins er horfin, enda er Loftur búinn að
gera Dísu að dýrlingi, sem ræður yfir náðarmeðölunum sem hann þarfn-
ast. Og hann elskar ekki þennan dýrling, öðruvísi en menn elska dýrlinga.
Firringin og sambandsleysið milli þeirra kemur svo upp á yfirborðið í
lokaþættinum:
DISA: Þú leikur mig eins og barn. Ég er ekki neitt barn lengur.
(Sest).
LOFTUR: Eg get ekki sagt þér, hvað það er, sem veldur mér
hugarangri, vegna þess, að það er best fyrir þig, að þú fáir ekki að
vita það. Þekking og sakleysi geta ekki farið saman. (67)
I lokaþættinum er Loftur algerlega klofinn gagnvart Dísu. Hann lýgur
að henni, hverfur til fantasíunnar sem nú er orðin hreinn veruleikaflótti og
um leið reynir hann að segja henni sannleikann um sig, hann hrópar á
291