Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 95
Öll erum við börn skáldsögunnar
bækur mínar. Franz Kafka orðaði þetta ansi vel. Hann sagði: „Að skrifa
skáldsögu má líkja við að maður rífi niður hús lífs síns og noti múrsteinana
til að byggja annað hús, skáldsöguna." Þessi líking er hárrétt. Augljóst er
að allt sem maður segir er afrakstur þess sem maður hefur lifað, séð eða
lesið, það er hluti af manni sjálfum. En efniviðurinn í skáldsöguna er líf
manns niðurbútað og maður notar hann til þess að byggja annað hús sem í
engu líkist húsi lífsins. Múrsteinarnir, minnstu einingarnar, minna á
lífshúsið en ekki verkið í heild. Gagnrýnandi sem ætlar að greina skáld-
söguna út frá ævisögu höfundar lendir óhjákvæmilega á villigötum, því
hann brýtur niður hús skáldsögunnar til að endurreisa hús lífsins. Hann
vinnur gegn höfundinum og niðurstaðan hjá honum getur ekki orðið
nema neikvæð og einskis virði: hann stendur uppi með einhvern fróðleik
um það að lífshlaup höfundar hafi verið svona eða hinsegin. Ævisaga höf-
undar hefur ekkert gildi, heldur verkið sem hann er búinn að skapa. Það er
aðalatriðið.
Oft er að finna í verkum þínum heimspekilegar vangaveltur, einkum í
„Öþolandi léttúð tilverunnar“. Eru skáldsögur þínar af heimspekilegum
toga spunnart
Eg er ekki ýkja hrifinn af hugtakinu heimspekiskáldsaga vegna þess að
það veldur oft misskilningi. Hvaða nöfn koma upp í hugann þegar minnst
er á heimspekiskáldsögur? Nöfn eins og Voltaire eða Sartre, ekki satt? En
það verður að líta á það að þessir menn eru frekar heimspekingar en
skáldsagnahöfundar. Fyrir þeim var skáldsagan aðeins ein leið af mörgum
til að koma heimspekikenningum sínum á framfæri.
Ekki er nóg með að þessi stimpill eigi ekki við verk mín, heldur er mér
meinilla við slíkar skáldsögur. Að mínum dómi eru þetta gerviskáldsögur.
Hugsunarháttur skáldsagnahöfundar er gjörólíkur hugsunarhætti heim-
spekingsins. Hugsun skáldsagnahöfundarins er alltaf tengd persónunni.
Hann hugsar alltaf með því að setja sig í spor annarra. Þetta eru aldrei
mínar hugsanir, hugmyndaflug mitt líkir eftir eða býr til hugsun ímynd-
aðrar veru. Eg held því alltaf fram að hugsun skáldsagnahöfundar sé eilíf
tilraunastarfsemi. Spurningin er: hvað kemur út úr því ef ég hugsa ákveðið
viðhorf alveg til enda? Eins get ég lætt inn í söguna mörgum ólíkum
viðhorfum og spunnið hvert og eitt þeirra allt til enda. Með öðrum
orðum: vera má að skáldsagan feli í sér bæði djúphugsaðar og gáfulegar
hugmyndir, en milli mín og þessara hugmynda er alltaf ákveðin fjarlægð.
Þetta er ekki ég, þetta eru ekki mínar hugmyndir.
Nú býrð þú hérna í París og bækur þínar birtast fyrst ífranskri þýðingu.
Finnst þér að þessi aðstaða hafi breytt stílnum hjá þért
Já og nei. Stíllinn hjá mér hefur breyst í þá veru að þegar maður þarf að
357