Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 134
Tímarit Máls og menningar hann er á leið um dimma og þrönga ganga, fer upp eða niður hála stiga, hann gistir á tannlæknastofu, fer á fund í End- urskoðunarfélaginu, þar sem hann fær gullhnöttinn, er svo allt í einu kominn í yfirgefna mjólkurstöð eða í heimsókn á elliheimili, svo eitthvað sé nefnt. Flestar persónurnar sem verða á vegi Jóhannesar eru nafnlausar, þær einu, sem nafngreindar eru, eru börn hans þrjú, Lára, konan hans heitin, svolinn Grímur og svo Hrefna, sem áður getur. Auk þess hittir hann smábústnu nudd- konuna, blaðakonuna uppteknu og kon- una sem hann óttast. En í næsta návígi við Jóhannes er sjómaðurinn nafnlausi, sem er kominn upp að hlið hans fyrir- varalaust hvenær sem er. Hann gerist eins konar fylgdarmaður endurskoðand- ans og sameiginlega bralla þeir margt, m. a. neyta þeir saman kvöldmáltíðar í formi brauðs og víns undir lok sögunnar í kaldri veiðarfærageymslu. anum nánast orðrétt — en þá er það Hrefna, sem fellir tár niður í lófa Jó- hannesar, og hann ber það upp að ljós- inu og mælir: „Það er ekki stórt. Samt synda fiskar þínir í því." Hvað er verið að fara, hlýtur lesand- inn að hugsa. Jóhannes hefur orðið fyrir mótlæti, sem virðist ætla að sliga hann gjörsamlega. Þó rennur það upp fyrir honum síðar, að dauði konu hans er ekki hin raunverulega ástæða fyrir þján- ingum hans, heldur varð hann einungis til þess að afhjúpa miklu djúpstæðari staðreyndir um líf hans, innihaldsleysi þess og firringu frá lífinu sjálfu. Af þeirri vitund, sem í fyrstu er óljós en síðar greinilegri, stafar þjáning hans, og ótti við lífið og dauðann. En búningur þess- arar lífsreynslu og hinnar örvæntingar- fullu baráttu Jóhannesar er ekki hið hversdagslega tungutak fólks. Það, sem einkennir sögu þessa öðru fremur er táknhyggja, sem stundum jaðrar við fár- ánleika eða lygisögustíl eins og áður segir. En lítum aðeins nánar á örfá atriði af mörgum, sem vert væri og forvitnilegt að fjalla um dálítið ítarlegar. I fyrsta kafla sögunnar segir Hrefna: „— Ef þú leitar inní sorg þína muntu finna hroka þinn gagnvart mótlætinu, verða lítill í miklum sársauka og síðan auðugur af ró og auðmýkt. En ef þú leitar útúr sorg þinni, áðuren hún hefur náð að blómstra, muntu fara á mis við eymd þína, verða fátækur af þögn og kvalinn af öryggi. Hann var engu nær. En þegar hann hvarf til hennar að skiln- aði stuttu seinna, felldi hann tár niðrí lófa hennar. Hún bar það uppað ljósinu og mælti: — Það er ekki stórt. Samt synda fiskar þínir í því." Þessi hugsun er endurtekin í lokakafl- í texta, sem býr yfir eins mikilli tákn- hyggju og skáldsagan Maður og haf, þá hætta orðin að hafa sína hversdagslegu merkingu. Orð eins og haf, fiskur og tár eru hlaðin fornri táknmerkingu. Slík tákn eru rótfest í vitund mannsins, að því er virðist, og skírskota til sams konar skynjunar öld eftir öld, árþúsund eftir árþúsund, þótt þau merki kannski ekki alltaf nákvæmlega það sama. Rithöfund- ur, sem hættir sér út á hinn hála ís táknmálsins, býður lesandanum upp á tvíræðan texta og þar með fleiri en eina leið til skilnings og túlkunar. En sá sem grípur til táknmálsins eys líka úr gömlum og gjöfulum brunni. Það 396
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.