Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 13
Ottó Weininger og Vínarborg
tókst heldur ekki að móta stjórnkerfið varanlega og koma á neinu
alvörulýðræði. Virðulegir borgarar stóðu ráðalausir andspænis þeirri rót-
tæku þjóðernisstefnu sem naut æ meira fylgis meðal hinna mörgu þjóða og
þjóðabrota sem voru innan landamerkja Austurríkis-Ungverjalands. Þeir
voru síst úrræðabetri andspænis nýju fjöldahreyfingunum sem voru að
ryðja sér til rúms í stjórnmálum ríkisins laust fyrir aldamót. Aðeins eitt
sameinaði borgarastétt Vínar og það var aðdáun á fögrum listum. Þar var
að finna þau eilífu verðmæti sem reyndist svo erfitt að móta þjóðfélagið í
heild eftir.
Þegar dæmigerður kaupsýslumaður í Vínarborg kom heim að kvöldi frá
verslun sinni sneri hann anda sínum ti! fagurra lista, hugaði að tónlist,
bókmenntum, málaralist eða byggingalist. Gömlu borgarmúrarnir voru
horfnir og í staðinn komin mikil breiðgata, Ringstrasse, sem umlukti allan
miðbæinn. Við þessa götu risu á síðari hluta 19. aldar miklar menningar-
hallir og lista, Burgleikhúsið, háskólinn, þinghúsið, ráðhúsið, óperan, allt
feiknalegar byggingar þar sem mætast skyldu aldagömul hefð aðalsins og
menningarsókn hinnar nýju borgarastéttar. Innan þessa hrings bjuggu
best settu borgararnir börnum sínum einstök menningarheimili. Sú gamla
tugga, að dýrkun menningar og listar geti falið í sér flótta frá pólitískum
verkefnum, hefur sjaldan átt betur við en um borgarastétt Vínar á síðari
hluta 19. aldar. Borgin hafði vaxið gífurlega á þessum tíma, verkafólk
flykktist hvaðanæva að úr þessu víðfeðma ríki og settist að í ömurlegum
bústöðum í úthverfunum. Oleyst þjóðernis- og stjórnunarvandamál ríkis-
ins urðu æ viðameiri og illviðráðanlegri, fjöldahreyfingar af smáborgara-
legu tagi litu allt öðru vísi á stjórnmál en áður hafði tíðkast í landinu. Bak
við allan þann siðfágaða formalisma sem einkenndi borgaralega menningu
Vínar leyndist sívaxandi upplausn og óreiða, sem ráðandi öfl neituðu að
horfast í augu við. Gott dæmi um þessa hræðslu við raunveruleikann voru
viðbrögð borgara í Vín við þeirri fáheyrðu ósvífni austurrískrar verkalýðs-
hreyfingar að ætla að efna til kröfugöngu 1. maí 1890. Geysilegar öryggis-
ráðstafanir voru gerðar og heiðvirðir borgarar lokuðu börn sín inni á
heimilunum svo þau yrðu ekki vitni að þessum ósköpum, eins og Stefan
Zweig segir frá í bók sinni Veröld sem var. Samt gat ekki kurteisari menn
en austurríska sósíaldemókrata og gangan öll fór einstaklega prúðmann-
lega og friðsamlega fram. Hefðu frjálslyndir borgarar einhvers staðar
getað fundið bandamenn — ef þeir hefðu ætlað sér að takast á við
vandamál þessa samfélags — þá var það í austurríska sósíaldemókrata-
flokknum, en leiðtogi hans Viktor Adler var persónugerving hins frjáls-
lynda húmanisma.
Því nær sem dró aldamótum, því meira óx bilið milli viðurkenndrar
275