Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 13
Ottó Weininger og Vínarborg tókst heldur ekki að móta stjórnkerfið varanlega og koma á neinu alvörulýðræði. Virðulegir borgarar stóðu ráðalausir andspænis þeirri rót- tæku þjóðernisstefnu sem naut æ meira fylgis meðal hinna mörgu þjóða og þjóðabrota sem voru innan landamerkja Austurríkis-Ungverjalands. Þeir voru síst úrræðabetri andspænis nýju fjöldahreyfingunum sem voru að ryðja sér til rúms í stjórnmálum ríkisins laust fyrir aldamót. Aðeins eitt sameinaði borgarastétt Vínar og það var aðdáun á fögrum listum. Þar var að finna þau eilífu verðmæti sem reyndist svo erfitt að móta þjóðfélagið í heild eftir. Þegar dæmigerður kaupsýslumaður í Vínarborg kom heim að kvöldi frá verslun sinni sneri hann anda sínum ti! fagurra lista, hugaði að tónlist, bókmenntum, málaralist eða byggingalist. Gömlu borgarmúrarnir voru horfnir og í staðinn komin mikil breiðgata, Ringstrasse, sem umlukti allan miðbæinn. Við þessa götu risu á síðari hluta 19. aldar miklar menningar- hallir og lista, Burgleikhúsið, háskólinn, þinghúsið, ráðhúsið, óperan, allt feiknalegar byggingar þar sem mætast skyldu aldagömul hefð aðalsins og menningarsókn hinnar nýju borgarastéttar. Innan þessa hrings bjuggu best settu borgararnir börnum sínum einstök menningarheimili. Sú gamla tugga, að dýrkun menningar og listar geti falið í sér flótta frá pólitískum verkefnum, hefur sjaldan átt betur við en um borgarastétt Vínar á síðari hluta 19. aldar. Borgin hafði vaxið gífurlega á þessum tíma, verkafólk flykktist hvaðanæva að úr þessu víðfeðma ríki og settist að í ömurlegum bústöðum í úthverfunum. Oleyst þjóðernis- og stjórnunarvandamál ríkis- ins urðu æ viðameiri og illviðráðanlegri, fjöldahreyfingar af smáborgara- legu tagi litu allt öðru vísi á stjórnmál en áður hafði tíðkast í landinu. Bak við allan þann siðfágaða formalisma sem einkenndi borgaralega menningu Vínar leyndist sívaxandi upplausn og óreiða, sem ráðandi öfl neituðu að horfast í augu við. Gott dæmi um þessa hræðslu við raunveruleikann voru viðbrögð borgara í Vín við þeirri fáheyrðu ósvífni austurrískrar verkalýðs- hreyfingar að ætla að efna til kröfugöngu 1. maí 1890. Geysilegar öryggis- ráðstafanir voru gerðar og heiðvirðir borgarar lokuðu börn sín inni á heimilunum svo þau yrðu ekki vitni að þessum ósköpum, eins og Stefan Zweig segir frá í bók sinni Veröld sem var. Samt gat ekki kurteisari menn en austurríska sósíaldemókrata og gangan öll fór einstaklega prúðmann- lega og friðsamlega fram. Hefðu frjálslyndir borgarar einhvers staðar getað fundið bandamenn — ef þeir hefðu ætlað sér að takast á við vandamál þessa samfélags — þá var það í austurríska sósíaldemókrata- flokknum, en leiðtogi hans Viktor Adler var persónugerving hins frjáls- lynda húmanisma. Því nær sem dró aldamótum, því meira óx bilið milli viðurkenndrar 275
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.