Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningar Lárus og Gunnar eru báðir á slóðum Fást-goðsögunnar og ofurmennis- hugtaks Nietzches í túlkun sinni, en Amar Jónsson og Leiksmiðjan forðuðust þann skilning í uppfærslu sinni á Galdra-Lofti hið sögufræga ár 1968. Eyvindur Erlendsson leikstýrði. Leikhópurinn lagði áherslu á æsku Lofts eins og Jóhann Sigurjónsson ætlaðist til og hafnaði Fáststúlkuninni sem hafði gert Jóhanni sjálfum lífið leitt allt frá upphafi. Jóhann gerði ráð fyrir að Loftur væri 21 árs í leikritinu, „ungur og óráðinn", en strax í fyrstu uppfærslu verksins krafðist leikstjórinn þess að persónan yrði gerð minnst fimm árum eldri svo að hún félli að þeim Fástsskilningi sem hann lagði í hana. Jóhann lét undan.3 Loftur Arnars Jónssonar er taugaveiklað ungmenni, til hans eru gerðar kröfur úr öllum áttum, kröfur um ákvarðanir og ábyrgð. Hann víkur sér undan þeim af því að hann veit ekkert hvað hann vill. Ráðleysi hans og örvænting vex eftir því sem kröfurnar verða eindregnari, uns bilið milli ofstækisfullra hugmynda hans og veruleikans verður óbrúanlegt, þá missir hann vitið og deyr. Þessa túlkun telur Jón Viðar mjög góða en vill þó bæta um betur og undirstrika hið þjóðfélagslega svið verksins og þátt þess í örlögum Lofts. Loftur er nefnilega skólapiltur á Hólum og stéttskipt samfélag bisk- upssetursins getur verið táknmynd samfélagsins. Þeir sem hafa yfir Lofti að segja eru biskupinn og ráðsmaðurinn á staðnum, faðir hans. Þeir tveir eru fulltrúar hugmyndafræði (trúar) annars vegar og efnahagslífs hins vegar. Þeir gera hvor sínar kröfur sem fara ekki saman í orði en prýðilega á borði, ef maður stundar ekki mjög mikið út í pólitísk eða siðferðileg „smáatriði". En það gerir Loftur, segir Jón Viðar. Hann hvorki getur né vill ganga að hræsnisfullum leikreglum auðvaldsþjóðfélagsins, sem þó eru hluti af honum sjálfum, hann vill ekki troða annað fólk niður til að komast sjálfur af - en þó gerir hann það. I þessu felst mótsagnakennd uppreisn hans, klofningur og tortíming.4 Og þá erum við komin með fjórar mismunandi túlkanir á Galdra-Lofti, fjögur svör við því hvað „þjái svona þunglega hann Loft?" En nú ber svo við að svörin vekja ekki færri spurningar en þau svara. Allar þessar túlkanir eiga það nefnilega sammerkt að þær leitast við að búa til rökfast- an, sannfærandi heildarskilning á leikriti sem virðist búa bæði yfir rök- leysum og þversögnum. Þessar túlkanir svara hreint ekki nógu vel grund- vallarspurningum eins og: Hvers vegna laðast, eða sogast Loftur að því „myrkri" sem hann óttast um leið svo mjög? Elskar eða hatar Loftur Steinunni? Elskar hann Dísu í raun? Hvað með föður hans? Af hverju hrekkur Loftur undan öllum kröfum sem til hans eru gerðar? Hvað vill hann eiginlega, hvers óskar hann sér og hvers vegna? Og síðast en ekki síst 288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.