Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar Auðvitað hefur verið erfitt verk að skrifa eiginlega norræna goðafræði á Islandi á öndverðri 13. öld, og reyndar ekki aðeins erfitt heldur einnig varasamt, því slíkt rit hlaut að verða á mörkum trúvillunnar nema öll aðgát væri höfð. En það er hins vegar ekkert víst að auðvelt hafi verið að skrifa slíka goðafræði 100 eða 200 árum fyrr, einfaldlega vegna þess að margt bendir til að viðfangsefnið hafi eiginlega ekki verið til! Þetta skal skýrt nánar. Sú goðafræði sem Snorri segir okkur og flestir hafa etið eftir honum gerir ráð fyrir samræmdum trúarbrögðum heiðinna manna. Hún sýnir okkur stigveldi í goðheimum þar sem einn ásinn er æðstur, síðan breikkar pýramídinn niður og neðst eru fjölmörg goð sem aðeins eru nefnd á nafn. Hún segir okkur sköpunarsögu sem er að sönnu snjöll, en þó greinilega brædd saman úr fleiri en einni heimild. Þannig greinir Völuspártextinn sem Snorri vitnar til frá sköpun í tóminu (SnE bls. 18) — en stangast á við Konungsbókartexta Völuspár og raunar Hauksbókartexta einnig. En svo fylgir Snorri Völuspá „sinni“ ekki lengra heldur notar hugmynd Vaf- þrúðnismála um að jörðin hafi verið sköpuð úr holdi Ymis (SnE bls. 22) þar sem venjulegur texti Völuspár talar um að Burssynir hafi lyft jörðinni úr sæ („áðr Burs synir — bjöðum um yppðu“, Vsp. 4. er.). A undan sköpun jarðar er svo brædd inn í þriðja hugmyndin, nefnilega að kviknun jötnanna hafi orðið við átök eða árekstur andstæðra afla, kuldans úr norðri og hitans úr suðri. Þetta virðist allt ganga býsna illa upp, en ef við gerum ráð fyrir að Snorri sé að vinna úr sundurleitum og ósamkvæmum heimildum og bræða þær saman — með hliðsjón af þeim trúarbrögðum sem hann þekkti, kristninni, þá fellur allt í ljúfa löð. Ef athugaðar eru eiginlegar samtíðarheimildir um trúarbrögðin, þ.e. vísur og vísubrot sem varðveitt eru frá heiðinni tíð komumst við auðveldlega að sömu niður- stöðu. Norræn heiðni átti áreiðanlega ekki margt skylt við „kerfuð trúarbrögð". Með því er vitanlega ekki sagt að menn hafi ekki á tilteknum svæðum komið sér saman, tignað sömu guði, fært þeim fórnir á sameigin- legum blótum. En hinu er haldið óhikað fram að goðadýrkun í einu héraði segi ekki nauðsynlega neitt um dýrkun í næstu sveitum. Hér geta menn þá t.d. velt fyrir sér frásögnum Snorra um einherja í Valhöll og staðhæfingu hans um að þangað fari vopndauðir menn einir og borið saman við arfsögnina í Eyrbyggju um Þórsnesinga, sem dóu í Helgafell, ellegar kvæði Egils, sem senda óvini hans vopndauða hiklaust til Heljar en syni hans sóttdauða og drukknaða beint á fund Oðins. Hugsanlega var tæki- færissinninn Helgi magri alls ekki einn um að heita á Krist og Þór á víxl. Þegar rætt er um goðafræðina er freistandi að velta aðeins fyrir sér 366
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.