Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar
að velta vöngum vítt og breitt, einsog um það hvort engin takmörk séu á því
að útlendir sjóðir styrki útgáfu á þýddum bókum frá Islandi.
Ekki er því að neita að mörg stór mistök urðu við þýðingu og útgáfu
þessarar bókar á norsku, svo jafnvel mætti tala um fúsk, og þetta sýnir Helga
skilmerkilega frammá í sinni grein. Það er í rauninni ekkert vafamál að þegar
slíkar villur eru gerðar, þá er nauðsynlegt að vekja athygli þeirra sem málið er
skylt á þeim. Spurningin er hinsvegar hvernig það er gert. Lengd greinarinnar,
hin gífurlega vinna sem hlýtur að hafa farið í þessa rannsókn, og öll stóryrðin,
vekja nokkra furðu. Hver getur verið ætlunin með því að birta grein uppá
samtals þrjátíu og sjö síður með smáu letri um þessa norsku útgáfu, í íslensku
tímariti?
Nú er ljóst að sá sem hefur ekki tök á að kynnast bók einsog Leigjandanum
nema í lélegri þýðingu mun fara á mis við ýmsa af kostum hennar og þar af
leiðandi meta hana rangt. Að vekja athygli þeirra sem hafa neyðst til að
vanmeta verkið á því hvernig málið er í pottinn búið verður að teljast gustuka-
verk. En hitt liggur svo í augum uppi að þetta getur ómögulega hafa verið
tilgangur Helgu, því slíkir lesendur hafa enga hugmynd um það sem skrifað er
í íslensk tímarit. Einu útlendingarnir sem fylgjast með því eru líklega þýðand-
inn sjálfur og kollegar hans. Annar tilgangur getur verið sá að gera ívar
Eskeland, sem þýddi bókina, ærulausan hér á landi, og má mikið vera ef það
hefur ekki tekist. Eg á bágt með að ímynda mér að Helga Kress trúi því að
ætlan þýðandans hafi beinlínis verið að fremja skemmdarverk; eyðileggja
orðstír Svövu Jakobsdóttur og íslenskra nútímabókmennta. En hvað ætli hún
eigi þá við með orðum einsog þessum: „Þýðendur njóta þess sem höfundar
gjalda, að ísland er lítið málsamfélag."
Hvernig njóta þýðendur þess? Telur Helga að þýðendur hafi einhvern hag
af því að gefa út rangar og villandi þýðingar á íslenskum bókmenntum? Ég
held þeir gætu ómögulega notið þess, nema þeir gengju til verksins af ein-
skærri illgirni. Og fyrirgefið mér ef ég er svona bláeygur; það getur ómögu-
lega verið af illkvittni í garð þjóðarinnar sem menn leggja á sig að læra okkar
fáheyrða tungumál og kynna menningu okkar í öðrum löndum. Kannski held-
ur Helga að vegna þess að enginn geti þefað uppi hroðvirknina álíti þýðendur
það vera fljóttekinn hagnað að snara úr íslensku, en ég hélt að öllum væri ljóst
að ætli einhver sér að græða á því að þýða bækur og gefa þær út mun hann
ekki velja sér íslenskar nútímaskáldsögur, og eru þær þó ekki verri fyrir það.
Það er varla nema dónaskapur að gefa eitthvað þessu líkt í skyn; ég er hræddur
um að margir yrðu langleitir hérna uppá íslandi ef það fréttist að t. d. Samar
og Grænlendingar væru farnir að úthrópa Einar Braga sem einhvern sérstakan
fjandmann sinn og gera honum upp ýmsar illar hvatir um sókn eftir auðtekn-
um hagnaði og frægð á þeirra kostnað, afþví hann hefur fengist við að kynna
íslendingum bókmenntir þessara þjóða.
Einsog ég sagði bendir Helga á margar stórar villur í norsku þýðingunni, til
268