Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 8
Tímarit Máls og menningar
að í byrjun þessarar aldar töldu okkar fremstu höfundar vonlaust til árangurs
að skrifa á móðurmálinu. Jóhann Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson og
margir fleiri reyndu fyrir sér á útlendum málum með góðum árangri. Allir eru
sammála því, amk. við hátíðleg tækifæri, að við eigum tilveru þjóðmenningar
okkar, og jafnvel líf þjóðarinnar, ekki síst því að þakka að íslenskir höfundar
skrifuðu verk sín á móðurmálinu, jafnvel strax á þeim öldum er slíkt tíðkaðist
óvíða annarsstaðar í veröldinni. I ljósi þeirrar staðreyndar skyldu menn sem
fara með fúkyrðum að þeim sem vilja þýða úr íslensku meta stöðuna sem upp
var komin í bókmenntum okkar þegar Halldór Laxness var að hefja sinn höf-
undarferil. Ætli það sé tilviljun að eftir að hann náði meiri árangri og
útbreiðslu en nokkur annar hérlendur höfundur, hafa nær öll íslensk skáld
skrifað verk sín á íslensku?
Því smærri sem markaðurinn er heimafyrir, þeim mun torveldara verður
líka fyrir höfunda að fá verk sín þýdd, þótt Almættið af réttlæti sínu hefði átt
að hafa það öfugt. Þótt pólskir eða sænskir höfundar séu í þrengri aðstöðu
gagnvart alþjóðamarkaði bókmenntanna en þeir sem skrifa á heimstungurnar,
eru þeir þó margfalt betur settir en íslenskir, ekki síst útaf því að búast má við
að flest meiriháttar bókaforlög í heiminum hafi á sínum snærum ráðgjafa sem
læsir eru á þessi tungumál. Ráðgjafa sem geta metið hvort einhver bók sé þess
virði að vera þýdd. En menn sem eru læsir á íslensku eru hinsvegar næsta
fáséðir fuglar í veröldinni. Það er mikið verk og dýrt að láta þýða bók, og
útgefendur leggja ekki útí þann kostnað nema þeir viti að bókin sé þess virði,
en sé bókin íslensk hafa þeir engar aðstæður til að dæma um það. Nema þeir
láti þýða hana fyrst. . . osfrv. . . . Þetta minnir á Catch-22 hjá Joseph Heller.
Mér er kunnugt um tvö apparöt sem hafa möguleika á að styrkja þýðingar á
íslenskum bókum: Bókmenntakynningarsjóð og Norræna þýðingarsjóðinn.
Báðir þessir sjóðir starfa hinsvegar þannig að þeir styðja einungis þýðingar á
verkum sem erlendir útgefendur hafa þegar samþykkt að gefa út, og þar er
aftur komið í þessa gildru númer 22.
Hafi nú erlendur forleggjari fengist til að gefa út íslenska bók hefur það
oftast gerst þannig að einhver þýðandi hefur lagt á sig margra mánaða vinnu
við að snúa bókinni, án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því að fá það verk
umbunað eða launað á nokkurn hátt. Sé mönnum á Alþingi mikið í mun að
efla viðgang íslenskra bókmennta mætti kannski benda þeim á að beita sér
fyrir því að þessir útlendu hugsjónamenn yrðu styrktir til þessara kynningar-
starfa. A sama hátt gæti Háskólinn reynt að efla útbreiðslu íslenskra skáld-
verka, til dæmis með því að rækta upp þýðendur. Hafa Arni Johnsen og Helga
Kress hugleitt það?
Reyndar eru menn reglulega launaðir til að þýða íslensk skáldverk án þess
útgefandi hafi fyrirfram verið tryggður; það er, hafi verkið verið lagt fram til
bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta er að vísu fremur gloppóttur og
tilviljanakenndur möguleiki, en þó munar um hann. Þetta eru tvær nýjar
270