Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar
líka. En þegar mér þótti leiðréttingin (sem langoftast er komin frá Finni
Jónssyni) í alla staði til bóta tók ég hana gilda. En ég nota þá líka þetta
tækifæri til að vara menn við að búa til vísindalegar vísnaskýringar
grundvallaðar á þessum texta. Tilgangur útgáfunnar var allur annar.
Það er sameiginleg trú mín og annarra aðstandenda Uglu-Eddunnar að
skýringum fyrir lesendur eigi að stilla í hóf. Nákvæmar skýringar geta
orðið dálítið eins og að birta ráðningu með krossgátu. Ráðandanum
verður hún til lítils gamans. Eg setti mér að skýra einungis þau orð lausa
málsins sem annaðhvort væru ekki til í venjulegu nútíðarmáli eða hefðu
tekið alvarlegum merkingarbreytingum og væri því ástæða til að vara
menn við. Frávik frá þessari meginreglu eru áreiðanlega auðfundin en gera
engum mein.
Um vísnaskýringarnar gegnir allt öðru máli. Flestir lesendur þyrftu
sjálfsagt samantekt og nákvæmar skýringar ef þeir ættu að eiga greiðan
gang að hverri vísu. Þvílíkar skýringar hefðu stækkað bókina úr hófi —
þótt hugsanlegar væru, en þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Sumar
vísur Snorra-Eddu eru því miður með öllu óskiljanlegar! Mestu veldur þar
sá ruglingur sem er á mörgum textanna í handritum. Oft er ljóst að ritarar
hafa ekki skilið það sem þeir voru að skrá. Stundum hafa þeir reynt að
„leiðrétta“ eða færa til þess forms sem þeir skildu. Oftast hefur það leitt til
slæmra lausna.
Sumar vísnanna eru hvergi varðveittar nema í Eddu. Stundum eru þær
aðeins helmingur slitinn úr öllu samhengi og þá næstum ógerningur að
giska á meginefni, hvað þá meira. Dugmiklir skýrendur sem staðið hafa að
útgáfum áður hafa þó ekki látið deigan síga. Magnús Finnbogason fylgdi í
sinni útgáfu (1952) Finni Jónssyni um margt, en leiðrétti þó eða lagfærði
skýringar eftir því sem fært var. Ffermann Pálsson, sem samdi skýringar
við útgáfu Guðna Jónssonar og birti í Eddulyklum 1954, studdist einnig
við Finn en skýrði sumt djarflega upp á nýtt. Flann hefur reyndar greini-
lega ekki verið með öllu sáttur við texta Guðna og því má finna ágreining
milli texta og skýringa.
Til gamans skal hér litið á einn þeirra vísuparta þar sem ekkert samhengi
verður til hjálpar. I 29. vísu Skáldskaparmála vitnar Snorri í Orm Stein-
þórsson, sem kvað:
Að væri borið bjórs
bríkar og mitt lík,
rekkar nemi, dauðs, drykk
Dvalins, í einn sal.
SnE 1984, 92-93.
364