Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 102
Tímarit Máls og menningar líka. En þegar mér þótti leiðréttingin (sem langoftast er komin frá Finni Jónssyni) í alla staði til bóta tók ég hana gilda. En ég nota þá líka þetta tækifæri til að vara menn við að búa til vísindalegar vísnaskýringar grundvallaðar á þessum texta. Tilgangur útgáfunnar var allur annar. Það er sameiginleg trú mín og annarra aðstandenda Uglu-Eddunnar að skýringum fyrir lesendur eigi að stilla í hóf. Nákvæmar skýringar geta orðið dálítið eins og að birta ráðningu með krossgátu. Ráðandanum verður hún til lítils gamans. Eg setti mér að skýra einungis þau orð lausa málsins sem annaðhvort væru ekki til í venjulegu nútíðarmáli eða hefðu tekið alvarlegum merkingarbreytingum og væri því ástæða til að vara menn við. Frávik frá þessari meginreglu eru áreiðanlega auðfundin en gera engum mein. Um vísnaskýringarnar gegnir allt öðru máli. Flestir lesendur þyrftu sjálfsagt samantekt og nákvæmar skýringar ef þeir ættu að eiga greiðan gang að hverri vísu. Þvílíkar skýringar hefðu stækkað bókina úr hófi — þótt hugsanlegar væru, en þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Sumar vísur Snorra-Eddu eru því miður með öllu óskiljanlegar! Mestu veldur þar sá ruglingur sem er á mörgum textanna í handritum. Oft er ljóst að ritarar hafa ekki skilið það sem þeir voru að skrá. Stundum hafa þeir reynt að „leiðrétta“ eða færa til þess forms sem þeir skildu. Oftast hefur það leitt til slæmra lausna. Sumar vísnanna eru hvergi varðveittar nema í Eddu. Stundum eru þær aðeins helmingur slitinn úr öllu samhengi og þá næstum ógerningur að giska á meginefni, hvað þá meira. Dugmiklir skýrendur sem staðið hafa að útgáfum áður hafa þó ekki látið deigan síga. Magnús Finnbogason fylgdi í sinni útgáfu (1952) Finni Jónssyni um margt, en leiðrétti þó eða lagfærði skýringar eftir því sem fært var. Ffermann Pálsson, sem samdi skýringar við útgáfu Guðna Jónssonar og birti í Eddulyklum 1954, studdist einnig við Finn en skýrði sumt djarflega upp á nýtt. Flann hefur reyndar greini- lega ekki verið með öllu sáttur við texta Guðna og því má finna ágreining milli texta og skýringa. Til gamans skal hér litið á einn þeirra vísuparta þar sem ekkert samhengi verður til hjálpar. I 29. vísu Skáldskaparmála vitnar Snorri í Orm Stein- þórsson, sem kvað: Að væri borið bjórs bríkar og mitt lík, rekkar nemi, dauðs, drykk Dvalins, í einn sal. SnE 1984, 92-93. 364
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.