Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 65
„Ljóðafugl lítinn ég geymi ..."
Þráin eftir að brjóta mælikerið er náskyld þránni eftir að ná áfanga-
staðnum, landi skáldskaparins, sbr. III. hluta ljóðaflokksins. Til þess að
gígjuslátturinn heyrist og skiljist verður skáldkonan að komast til fyrir-
heitna landsins þar sem raddir hefðarinnar ná ekki lengur til hennar að
villa um fyrir henni og þar sem henni er frjáls aðgangur að skáldskapnum.
A sama hátt verður hún að brjóta mælikerið til að ljós hennar, sem falið er
undir kerinu, fái að lýsa mönnunum.
Ljóðaflokknum lýkur í sömu óuppfylltu þrá eftir ljósi og frelsi og hann
hófst á. Ljóðmælandinn lætur sig dreyma um frelsi en getur ekki slitið
fjötrana:
í draumi eg sá og sje þig, strönd, —
hve sæll er hann, sem brýtur
öll annarleg af anda bönd
og yfir fals og haturs lönd
á vængjum vorsins þýtur.
Skáldkonan getur ekki slitið þau andlegu „annarlegu bönd“ sem halda
henni fanginni og fyrirheitna landið verður henni ekki annað en drauma-
heimur.
Ef ljóð Huldu um ófullnægða frelsisþrá og bælda sköpunargáfu í
þessum þremur bókum, Kvœbum (1909) annars vegar og Segðu mjer að
sunnan (1920) og Viðysta haf (1926) hins vegar, eru borin saman, kemur í
ljós sársaukafull þróun. Ungu skáldkonunni sem yrkir Kvaði er ljóst að
listamaðurinn þarf að njóta frelsis. Ljóðmælendur hennar njóta þess ekki
en ástæður kúgunarinnar tengjast á einhvern hátt skorti þeirra á nauðsyn-
legum eiginleikum. Skýrustu dæmin eru þegar þeir líkja sér við væng-
brotna eða flugvana fugla sem horfa á eftir öðrum fuglum fljúga burt.
Tvær seinni bækurnar birta hinsvegar vitund konu sem gerir sér ljósari
grein fyrir eðli ófrelsis síns. Ofrelsið setur hún nú beinlínis í samhengi við
hlutverkin sem karlahefðin læsir konur í, s.s. hlutverk ástkonu og móður,
og meinar þeim þar með það frelsi sem listamanninum er nauðsynlegt, og
hún finnur enga færa leið út, a.m.k. ekki í þessum heimi.
í ríkjandi karlahefð, sem samsamar skáld karlkyni, er algengt að líkja
skáldlegri sköpun við n.k. kynferðislegt ástarsamband karlkyns skálds og
kvenkyns listagyðju. Þessi hugmynd er algeng í íslenskri ljóðagerð 19.
aldar og birtist m.a. í þessari spaugilegu vísu Páls Ólafssonar úr bréfi til
Jóns Ólafssonar frá 1887:
327