Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 65
„Ljóðafugl lítinn ég geymi ..." Þráin eftir að brjóta mælikerið er náskyld þránni eftir að ná áfanga- staðnum, landi skáldskaparins, sbr. III. hluta ljóðaflokksins. Til þess að gígjuslátturinn heyrist og skiljist verður skáldkonan að komast til fyrir- heitna landsins þar sem raddir hefðarinnar ná ekki lengur til hennar að villa um fyrir henni og þar sem henni er frjáls aðgangur að skáldskapnum. A sama hátt verður hún að brjóta mælikerið til að ljós hennar, sem falið er undir kerinu, fái að lýsa mönnunum. Ljóðaflokknum lýkur í sömu óuppfylltu þrá eftir ljósi og frelsi og hann hófst á. Ljóðmælandinn lætur sig dreyma um frelsi en getur ekki slitið fjötrana: í draumi eg sá og sje þig, strönd, — hve sæll er hann, sem brýtur öll annarleg af anda bönd og yfir fals og haturs lönd á vængjum vorsins þýtur. Skáldkonan getur ekki slitið þau andlegu „annarlegu bönd“ sem halda henni fanginni og fyrirheitna landið verður henni ekki annað en drauma- heimur. Ef ljóð Huldu um ófullnægða frelsisþrá og bælda sköpunargáfu í þessum þremur bókum, Kvœbum (1909) annars vegar og Segðu mjer að sunnan (1920) og Viðysta haf (1926) hins vegar, eru borin saman, kemur í ljós sársaukafull þróun. Ungu skáldkonunni sem yrkir Kvaði er ljóst að listamaðurinn þarf að njóta frelsis. Ljóðmælendur hennar njóta þess ekki en ástæður kúgunarinnar tengjast á einhvern hátt skorti þeirra á nauðsyn- legum eiginleikum. Skýrustu dæmin eru þegar þeir líkja sér við væng- brotna eða flugvana fugla sem horfa á eftir öðrum fuglum fljúga burt. Tvær seinni bækurnar birta hinsvegar vitund konu sem gerir sér ljósari grein fyrir eðli ófrelsis síns. Ofrelsið setur hún nú beinlínis í samhengi við hlutverkin sem karlahefðin læsir konur í, s.s. hlutverk ástkonu og móður, og meinar þeim þar með það frelsi sem listamanninum er nauðsynlegt, og hún finnur enga færa leið út, a.m.k. ekki í þessum heimi. í ríkjandi karlahefð, sem samsamar skáld karlkyni, er algengt að líkja skáldlegri sköpun við n.k. kynferðislegt ástarsamband karlkyns skálds og kvenkyns listagyðju. Þessi hugmynd er algeng í íslenskri ljóðagerð 19. aldar og birtist m.a. í þessari spaugilegu vísu Páls Ólafssonar úr bréfi til Jóns Ólafssonar frá 1887: 327
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.