Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 31
Loftur á „hinu leiksvidinu“
vinsæla mynd fær ævinlega upphafið og fjálglegt form í listum. Það sem er
athyglisvert í okkar samhengi er, að þó að Loftur gefi sögu sinni hefð-
bundið og all upphafið form þá notar hann þessa lýsingu á þessum stað í
átökum þeirra Steinunnar til að niðurlægja hana. Viðbrögð Steinunnar
sýna að hún skilur hann mæta vel, en það hve mjög þessi saga særir og
niðurlægir hana kemur ekki í ljós fyrr en seinna í verkinu, í uppgjöri þeirra
Lofts annars vegar (50—59) og þegar Olafur gefur í skyn að Loftur hafi
sagt sér sitt af hverju um samband þeirra:
STEINUNN: (augun loga af ákafri geðshræringu, málrómurinn er
stilltur): Sagði hann þér hvenær hann veitti mér eftirtekt í fyrsta
skipti? (61)
Loftur hefur hins vegar meira í pokahorninu handa Steinunni í fyrsta
þættinum. Samkvæmt sálgreiningunni er varla hægt að skilja næstu sögu
hans öðru vísi en nauðgunarfantasíu. Og nú fyrst getur Loftur hlegið og
„dregið hana ákaft að sér og kysst hana.“ (27). I framkomu Lofts við
Steinunni má sjá móthverfuna við ást hans og upphafningu á Dísu
biskupsdóttur.
Arið 1912, þremur árum áður en Galdra-Loftur kom út, skrifaði Freud
grein um tilhneigingu karlmanna til að kljúfa ást sína, þeir upphefja
konuna sem þeir elska og fyrirlíta hina sem þeir girnast. Þetta birtist
gjarnan í getuleysi gagnvart þeirri fyrri og vansæld með þeirri seinni, hvort
tveggja er slæmt skv. Freud sem telur að þetta mynstur sé einn af
bakreikningum siðmenningarinnar. Hann segir að sálfræðilegar rætur
klofningsins liggi í sambandinu við móðurina og telur að upphafningin/
niðurlægingin séu varnarviðbrögð sjálfsins sem reyni á þennan hátt að
forðast dulvitaðar sifjaspellaóskir bernskunnar.10
Þetta varpar ljósi á þann sadó-masókíska leik sem Loftur er að leika við
Steinunni, á báðum „sviðunum" samtímis, en að því verður nánar komið
síðar. Mótleikari hinna óleyfilegu hvata, sektarkenndin, er ekki langt
undan. Atriðinu lýkur á því að Ólafur birtist á sviðinu. Ólafur er sá sem
tapar í samkeppni þeirra Lofts um Steinunni. Sigur Lofts verður ennþá
erfiðari báðum af því að þeir hafa verið svo nánir hvor öðrum og
leikbræðravensl þeirra eru oft dregin fram, sérstaklega af Ólafi. Honum
finnst Loftur hafa svikið sig grimmilega, og þar sem hann telur sig þekkja
Loft spyr hann beint:
Hvernig stendur á því, að þú varðst allt í einu ástfanginn? Þú hafðir
þó séð Steinunni áður. Langaði þig til að sannfæra þig um, að
Steinunn væri mér samboðin? Eða ertu eins og krakki, sem hefur
293