Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 31
Loftur á „hinu leiksvidinu“ vinsæla mynd fær ævinlega upphafið og fjálglegt form í listum. Það sem er athyglisvert í okkar samhengi er, að þó að Loftur gefi sögu sinni hefð- bundið og all upphafið form þá notar hann þessa lýsingu á þessum stað í átökum þeirra Steinunnar til að niðurlægja hana. Viðbrögð Steinunnar sýna að hún skilur hann mæta vel, en það hve mjög þessi saga særir og niðurlægir hana kemur ekki í ljós fyrr en seinna í verkinu, í uppgjöri þeirra Lofts annars vegar (50—59) og þegar Olafur gefur í skyn að Loftur hafi sagt sér sitt af hverju um samband þeirra: STEINUNN: (augun loga af ákafri geðshræringu, málrómurinn er stilltur): Sagði hann þér hvenær hann veitti mér eftirtekt í fyrsta skipti? (61) Loftur hefur hins vegar meira í pokahorninu handa Steinunni í fyrsta þættinum. Samkvæmt sálgreiningunni er varla hægt að skilja næstu sögu hans öðru vísi en nauðgunarfantasíu. Og nú fyrst getur Loftur hlegið og „dregið hana ákaft að sér og kysst hana.“ (27). I framkomu Lofts við Steinunni má sjá móthverfuna við ást hans og upphafningu á Dísu biskupsdóttur. Arið 1912, þremur árum áður en Galdra-Loftur kom út, skrifaði Freud grein um tilhneigingu karlmanna til að kljúfa ást sína, þeir upphefja konuna sem þeir elska og fyrirlíta hina sem þeir girnast. Þetta birtist gjarnan í getuleysi gagnvart þeirri fyrri og vansæld með þeirri seinni, hvort tveggja er slæmt skv. Freud sem telur að þetta mynstur sé einn af bakreikningum siðmenningarinnar. Hann segir að sálfræðilegar rætur klofningsins liggi í sambandinu við móðurina og telur að upphafningin/ niðurlægingin séu varnarviðbrögð sjálfsins sem reyni á þennan hátt að forðast dulvitaðar sifjaspellaóskir bernskunnar.10 Þetta varpar ljósi á þann sadó-masókíska leik sem Loftur er að leika við Steinunni, á báðum „sviðunum" samtímis, en að því verður nánar komið síðar. Mótleikari hinna óleyfilegu hvata, sektarkenndin, er ekki langt undan. Atriðinu lýkur á því að Ólafur birtist á sviðinu. Ólafur er sá sem tapar í samkeppni þeirra Lofts um Steinunni. Sigur Lofts verður ennþá erfiðari báðum af því að þeir hafa verið svo nánir hvor öðrum og leikbræðravensl þeirra eru oft dregin fram, sérstaklega af Ólafi. Honum finnst Loftur hafa svikið sig grimmilega, og þar sem hann telur sig þekkja Loft spyr hann beint: Hvernig stendur á því, að þú varðst allt í einu ástfanginn? Þú hafðir þó séð Steinunni áður. Langaði þig til að sannfæra þig um, að Steinunn væri mér samboðin? Eða ertu eins og krakki, sem hefur 293
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.