Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar — Jæja þá, svaraði hann, ég skála þá ekki fyrir konum eins og þér, heldur fyrir sálinni í þér; sammála? Skál fyrir sál þinni sem fuðrar upp þegar hún sígur úr höfðinu niður í klof og eyðist þegar hún stígur upp til höfuðsins aftur. Hún lyfti glasi sínu. „Segjum það, skál fyrir sál minni sem sígur ofan í klof mitt.“ — Aðeins smá leiðrétting, sagði hann, skálum fyrir því klofi sem sálin sígur ofaní. — Skál fyrir klofinu á mér, sagði hún og klofið sem hún nefndi virtist taka við sér; hún iðaði í skinninu. Síðan kom þjónninn með kjötsneiðarnar. Þau pöntuðu annað glas af vodka í sóda (í þetta skiptið skáluðu þau fyrir brjóstum ungu konunnar) og samtalið hélt áfram í svona undarlega kæruleysis- legum dúr. Hann varð æ pirraðri við að horfa upp á hvað vinkona hans fór létt með að hegða sér eins og skyndikona; úr því að hún á svona auðvelt með að bregða sér í gervi slíkrar persónu, hugsaði hann með sér, er það vegna þess að það er henni eiginlegt; ekki var það sál annarrar konu, sprottin upp úr engu, sem hafði smeygt sér í líkama hennar; hún var að leika sjálfa sig eða í það minnsta hluta af sjálfri sér sem að öllu jöfnu var vandlega hulinn en spratt nú fram með leikinn að yfirskini; hún hélt sig vísast vera að afneita sjálfri sér með þessum leik; en var því ekki einmitt þveröfugt farið? var hún ekki einmitt hún sjálf í leiknum? sem kom upp um hana? nei, fyrir framan hann sat ekki önnur kona í líkama vinkonu hans; þetta var greinilega vinkona hans og engin önnur. Hann horfði á hana með vaxandi andúð. En ekki eingöngu andúð. Hann þráði hana því meir sem hún varð honum annarlegri andlega; annarleiki sálar hennar gerði kven- líkamann einstakan; og það sem meira var, þessi annarleiki gerði líkamann að líkama, rétt eins og líkaminn hefði fram að þessu aðeins verið til í þoku samúðar, blíðu, meðaumkunar, ástar og tilfinninga; rétt eins og hingað til hefði hann verið týndur í slíkri þoku (já, eins og líkaminn hefði verið týndurl). Unga manninum fannst sem nú fyrst tæki hann eftir líkama vinkonu sinnar. Eftir þriðja vodkann í sóda stóð hún upp og: „Afsakaðu,“ sagði hún með daðurbros á vör. — Mætti ég spyrja hvert þú ætlar, fröken? 346
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.