Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar
— Jæja þá, svaraði hann, ég skála þá ekki fyrir konum eins og
þér, heldur fyrir sálinni í þér; sammála? Skál fyrir sál þinni sem
fuðrar upp þegar hún sígur úr höfðinu niður í klof og eyðist þegar
hún stígur upp til höfuðsins aftur.
Hún lyfti glasi sínu. „Segjum það, skál fyrir sál minni sem sígur
ofan í klof mitt.“
— Aðeins smá leiðrétting, sagði hann, skálum fyrir því klofi sem
sálin sígur ofaní.
— Skál fyrir klofinu á mér, sagði hún og klofið sem hún nefndi
virtist taka við sér; hún iðaði í skinninu.
Síðan kom þjónninn með kjötsneiðarnar. Þau pöntuðu annað
glas af vodka í sóda (í þetta skiptið skáluðu þau fyrir brjóstum ungu
konunnar) og samtalið hélt áfram í svona undarlega kæruleysis-
legum dúr. Hann varð æ pirraðri við að horfa upp á hvað vinkona
hans fór létt með að hegða sér eins og skyndikona; úr því að hún á
svona auðvelt með að bregða sér í gervi slíkrar persónu, hugsaði
hann með sér, er það vegna þess að það er henni eiginlegt; ekki var
það sál annarrar konu, sprottin upp úr engu, sem hafði smeygt sér í
líkama hennar; hún var að leika sjálfa sig eða í það minnsta hluta af
sjálfri sér sem að öllu jöfnu var vandlega hulinn en spratt nú fram
með leikinn að yfirskini; hún hélt sig vísast vera að afneita sjálfri sér
með þessum leik; en var því ekki einmitt þveröfugt farið? var hún
ekki einmitt hún sjálf í leiknum? sem kom upp um hana? nei, fyrir
framan hann sat ekki önnur kona í líkama vinkonu hans; þetta var
greinilega vinkona hans og engin önnur. Hann horfði á hana með
vaxandi andúð.
En ekki eingöngu andúð. Hann þráði hana því meir sem hún
varð honum annarlegri andlega; annarleiki sálar hennar gerði kven-
líkamann einstakan; og það sem meira var, þessi annarleiki gerði
líkamann að líkama, rétt eins og líkaminn hefði fram að þessu
aðeins verið til í þoku samúðar, blíðu, meðaumkunar, ástar og
tilfinninga; rétt eins og hingað til hefði hann verið týndur í slíkri
þoku (já, eins og líkaminn hefði verið týndurl). Unga manninum
fannst sem nú fyrst tæki hann eftir líkama vinkonu sinnar.
Eftir þriðja vodkann í sóda stóð hún upp og: „Afsakaðu,“ sagði
hún með daðurbros á vör.
— Mætti ég spyrja hvert þú ætlar, fröken?
346