Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 49
Strindberg og Freud
sýn og ber að meta sviðsmyndirnar út frá því hvað þær eru myndrænar og
ríkar af stemningu.
Nærtækt væri að líta á dóttur Indra sem fulltrúa fyrir Harriet Bosse,
leikkonuna ungu sem Strindberg var kvæntur áður en hann skrifaði
„Draumleik“ og sem hann neitaði að sleppa þótt hún færi fram á skilnað
og vildi slíta sig frá hans sjálfselsku og duttlungafullu persónu. Eg álít samt
sem áður að líka megi sjá Strindberg sjálfan í dótturinni; hún er fulltrúi
fyrir Strindberg sem gamlan mann og er tilkomin fyrir umsnúning á
þremur sviðum: umsnúning á kyni, umsnúning á aldri og umsnúning
stefnu: Strindberg er í elli sinni á leið til himna þar sem hann mun mæta
dómara sínum — dóttirin aftur á móti stígur niður til jarðar til þess að sjá
með eigin augum hvernig staða mannsins er, og gera upp við sig hvort hún
vilji taka málstað manneskjunnar. Kannski var Strindberg í sömu sporum
og dóttir Indra vegna ófaranna með Harriet Bosse — af þeim ástæðum var
hann nauðbeygður til að endurmeta líf sitt og gera dæmið upp. Dóttirin er
fulltrúi þess manns sem hann er orðinn þegar hann skrifar verkið.
En það eru greinilega aðrar persónur í leikritinu sem eru fulltrúar
Strindbergs, eða hluta af Strindberg, og um það er auðvelt að ganga úr
skugga með því að bera atferli þeirra saman við ævi Strindbergs. Þrír þeir
mikilvægustu, skáldið, liðsforinginn og málfærslumaðurinn, hafa allir
persónuleikaeinkenni sem við þekkjum hjá Strindberg sjálfum, skáldið
vegna stöðu sinnar og oft á tíðum barnslegra spurninga, liðsforinginn
vegna þess að hann leitar stöðugt að stúlkunni sem hann elskar og mál-
færslumaðurinn sem lífsreyndur maður og dómari.
Það kemur ósjaldan fyrir í draumi og skáldskap að sögumaður eða sá
sem dreymir klofnar í margar persónur og í Draumleik er nærtækt að líta á
mennina þrjá sem mismunandi stig í persónuleika Strindbergs, sambæri-
legt við líkan Freuds af sjálfinu: frumsjálf, sjálf og yfir-sjálf. Skáldið er þá
fulltrúi fyrir frumsjálfið, liðsforinginn er sjálfið og málfærslumaðurinn
yfir-sjálfið.
Hvernig myndi Freud útskýra atburðarásina í Draumleik} Myndi hann
skoða verkið sem afbakaða tjáningu á ómeðvitaðri ósk sem ekki þolir
dagsljósið í sínu upprunalega nakta formi? Það er í áttina, en þó ekki alls
kostar rétt. Freud útskýrir hið sérstaka framsetningarform rithöfundarins
sem niðurstöðu af göfgun sem er fyrst og fremst fólgin í því að klæða
upphaflega hvöt í fagurfræðilegan búning til að gera hana frambærilega.
Listin er frábrugðin draumi vegna þess að hún er uppspretta unaðar en
draumurinn er tíðum orsök vanlíðunar: „Astæðan er kannski sú að
skáldið gerir okkur kleift að njóta eigin óra blygðunarlaust og án sektartil-
finningar,“ segir Freud í áðurnefndum fyrirlestri frá 1907.
311