Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 49
Strindberg og Freud sýn og ber að meta sviðsmyndirnar út frá því hvað þær eru myndrænar og ríkar af stemningu. Nærtækt væri að líta á dóttur Indra sem fulltrúa fyrir Harriet Bosse, leikkonuna ungu sem Strindberg var kvæntur áður en hann skrifaði „Draumleik“ og sem hann neitaði að sleppa þótt hún færi fram á skilnað og vildi slíta sig frá hans sjálfselsku og duttlungafullu persónu. Eg álít samt sem áður að líka megi sjá Strindberg sjálfan í dótturinni; hún er fulltrúi fyrir Strindberg sem gamlan mann og er tilkomin fyrir umsnúning á þremur sviðum: umsnúning á kyni, umsnúning á aldri og umsnúning stefnu: Strindberg er í elli sinni á leið til himna þar sem hann mun mæta dómara sínum — dóttirin aftur á móti stígur niður til jarðar til þess að sjá með eigin augum hvernig staða mannsins er, og gera upp við sig hvort hún vilji taka málstað manneskjunnar. Kannski var Strindberg í sömu sporum og dóttir Indra vegna ófaranna með Harriet Bosse — af þeim ástæðum var hann nauðbeygður til að endurmeta líf sitt og gera dæmið upp. Dóttirin er fulltrúi þess manns sem hann er orðinn þegar hann skrifar verkið. En það eru greinilega aðrar persónur í leikritinu sem eru fulltrúar Strindbergs, eða hluta af Strindberg, og um það er auðvelt að ganga úr skugga með því að bera atferli þeirra saman við ævi Strindbergs. Þrír þeir mikilvægustu, skáldið, liðsforinginn og málfærslumaðurinn, hafa allir persónuleikaeinkenni sem við þekkjum hjá Strindberg sjálfum, skáldið vegna stöðu sinnar og oft á tíðum barnslegra spurninga, liðsforinginn vegna þess að hann leitar stöðugt að stúlkunni sem hann elskar og mál- færslumaðurinn sem lífsreyndur maður og dómari. Það kemur ósjaldan fyrir í draumi og skáldskap að sögumaður eða sá sem dreymir klofnar í margar persónur og í Draumleik er nærtækt að líta á mennina þrjá sem mismunandi stig í persónuleika Strindbergs, sambæri- legt við líkan Freuds af sjálfinu: frumsjálf, sjálf og yfir-sjálf. Skáldið er þá fulltrúi fyrir frumsjálfið, liðsforinginn er sjálfið og málfærslumaðurinn yfir-sjálfið. Hvernig myndi Freud útskýra atburðarásina í Draumleik} Myndi hann skoða verkið sem afbakaða tjáningu á ómeðvitaðri ósk sem ekki þolir dagsljósið í sínu upprunalega nakta formi? Það er í áttina, en þó ekki alls kostar rétt. Freud útskýrir hið sérstaka framsetningarform rithöfundarins sem niðurstöðu af göfgun sem er fyrst og fremst fólgin í því að klæða upphaflega hvöt í fagurfræðilegan búning til að gera hana frambærilega. Listin er frábrugðin draumi vegna þess að hún er uppspretta unaðar en draumurinn er tíðum orsök vanlíðunar: „Astæðan er kannski sú að skáldið gerir okkur kleift að njóta eigin óra blygðunarlaust og án sektartil- finningar,“ segir Freud í áðurnefndum fyrirlestri frá 1907. 311
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.