Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar
Nú er ekki völ á vísu,
vegna þess ég finn
að kvæðadísin dregur hnísur
— djöfuls ómyndin.10
Skilyrði þess að skáldið geti ort er að „kvæðadísin" vaki, lítil not er hægt
að hafa af sofandi konu.
Hvaða afleiðingar skyldi þessi hugmynd, um skáldskap sem ávöxt ástar
karlkyns skálds og kvenkyns listagyðju, hafa fyrir skáldkonur? A skáld-
konan sér einhverja uppsprettu, sambærilega listagyðjunni? Ef svo er,
hvers kyns er þá það fyrirbæri og hvers eðlis er samband skáldkonunnar
við það?
í löngum ljóðaflokki Olínu Andrésdóttur, Til ferskeytlunnar, kemur
fram hugmyndin um kvenkyns skáldskapargyðju í þessari fallegu vísu:
Kom þú sæl, og sit þú heil á söngva meiði,
óðar dísin yndisbjarta,
sem oft hefur glatt mitt dapra hjarta."
Ólína rekur svo samband dísarinnar og eftirlætisskálda sinna, sem öll
eru karlmenn. Samband hennar sjálfrar og dísarinnar er ástarsamband
tveggja kvenkynsvera:
Man jeg það, að eg var ung, er ást jeg festi
við þá mildu unaðs óma,
er jeg heyrði frá þjer hljóma.12
Hún fjallar ekkert nánar um þetta samband en það virðist a.m.k. ekki
valda henni neinum erfiðleikum.
I fjórðu ljóðabók sinni, Þú hlustar Vör (1933), gerir Hulda eina af
ásynjum norrænnar goðafræði að skáldskapargyðju sinni og yrkir til
hennar. Eitthvað virðist vera óljóst við hvaða ásynju Hulda á. Þótt á
titilsíðu bókarinnar standi Vör, nefnir Sigurður Nordal bókina Þú hlustar
Vár athugasemdalaust í formála úrvalsins Segðu mér að sunnan. Bæði
nöfnin eru til á ásynjum skv. Snorra-Eddu og flækir það málið. Um Vör
segir Snorri:
Hún er vitur og spurul svo að engan hlut má hana leyna. Það er orðtak að kona
verði vör þess er hún verður vís.13
328