Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 95
Öll erum við börn skáldsögunnar bækur mínar. Franz Kafka orðaði þetta ansi vel. Hann sagði: „Að skrifa skáldsögu má líkja við að maður rífi niður hús lífs síns og noti múrsteinana til að byggja annað hús, skáldsöguna." Þessi líking er hárrétt. Augljóst er að allt sem maður segir er afrakstur þess sem maður hefur lifað, séð eða lesið, það er hluti af manni sjálfum. En efniviðurinn í skáldsöguna er líf manns niðurbútað og maður notar hann til þess að byggja annað hús sem í engu líkist húsi lífsins. Múrsteinarnir, minnstu einingarnar, minna á lífshúsið en ekki verkið í heild. Gagnrýnandi sem ætlar að greina skáld- söguna út frá ævisögu höfundar lendir óhjákvæmilega á villigötum, því hann brýtur niður hús skáldsögunnar til að endurreisa hús lífsins. Hann vinnur gegn höfundinum og niðurstaðan hjá honum getur ekki orðið nema neikvæð og einskis virði: hann stendur uppi með einhvern fróðleik um það að lífshlaup höfundar hafi verið svona eða hinsegin. Ævisaga höf- undar hefur ekkert gildi, heldur verkið sem hann er búinn að skapa. Það er aðalatriðið. Oft er að finna í verkum þínum heimspekilegar vangaveltur, einkum í „Öþolandi léttúð tilverunnar“. Eru skáldsögur þínar af heimspekilegum toga spunnart Eg er ekki ýkja hrifinn af hugtakinu heimspekiskáldsaga vegna þess að það veldur oft misskilningi. Hvaða nöfn koma upp í hugann þegar minnst er á heimspekiskáldsögur? Nöfn eins og Voltaire eða Sartre, ekki satt? En það verður að líta á það að þessir menn eru frekar heimspekingar en skáldsagnahöfundar. Fyrir þeim var skáldsagan aðeins ein leið af mörgum til að koma heimspekikenningum sínum á framfæri. Ekki er nóg með að þessi stimpill eigi ekki við verk mín, heldur er mér meinilla við slíkar skáldsögur. Að mínum dómi eru þetta gerviskáldsögur. Hugsunarháttur skáldsagnahöfundar er gjörólíkur hugsunarhætti heim- spekingsins. Hugsun skáldsagnahöfundarins er alltaf tengd persónunni. Hann hugsar alltaf með því að setja sig í spor annarra. Þetta eru aldrei mínar hugsanir, hugmyndaflug mitt líkir eftir eða býr til hugsun ímynd- aðrar veru. Eg held því alltaf fram að hugsun skáldsagnahöfundar sé eilíf tilraunastarfsemi. Spurningin er: hvað kemur út úr því ef ég hugsa ákveðið viðhorf alveg til enda? Eins get ég lætt inn í söguna mörgum ólíkum viðhorfum og spunnið hvert og eitt þeirra allt til enda. Með öðrum orðum: vera má að skáldsagan feli í sér bæði djúphugsaðar og gáfulegar hugmyndir, en milli mín og þessara hugmynda er alltaf ákveðin fjarlægð. Þetta er ekki ég, þetta eru ekki mínar hugmyndir. Nú býrð þú hérna í París og bækur þínar birtast fyrst ífranskri þýðingu. Finnst þér að þessi aðstaða hafi breytt stílnum hjá þért Já og nei. Stíllinn hjá mér hefur breyst í þá veru að þegar maður þarf að 357
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.