Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 79
Ferðaleikur
henni, tók utan um hana og þar sem hann vildi láta leiknum lokið
nefndi hann nafn hennar ástúðlega.
En hún sleig sig frá honum og sagði: „Mér þykir þú nú heldur
fljótur á þér!“
— Fyrirgefðu fröken, sagði hann, forviða. Síðan starði hann
fram á veginn, þögull.
4.
En afbrýði ungu stúlkunnar hvarf eins fljótt og hún hafði komið.
Hún var nógu skynsöm til að gera sér ljóst að þetta var bara leikur;
henni fannst hún jafnvel hafa hagað sér dálítið kjánalega með því að
hrinda honum frá sér í augnabliks afbrýði; og hún vonaði að hann
hefði ekki tekið eftir þessu. Sem betur fer var hún búin þeim
dásamlega hæfileika að geta breytt merkingu gerða sinna eftirá og
hún ákvað að hún hefði ekki bandað honum frá sér í bræði, heldur
vegna þess að hún vildi einfaldlega halda áfram þessum léttúðarfulla
leik sem hæfði svo vel fyrsta frídeginum.
Hún var því aftur orðin að puttastelpunni sem ýtt hafði frá sér
óþarflega fjölþreifnum ökumanninum, aðeins í því skyni að treina
og krydda gamanið. Hún sneri sér lítið eitt í áttina til ökumannsins
og sagði mjúkri röddu: „Ég ætlaði ekki að særa þig, herra.“
— Fyrirgefðu, ég skal ekki snerta þig, sagði hann.
Honum gramdist skilningsleysi hennar og eins það að hún skyldi
ekki hafa viljað vera hún sjálf þegar hann óskaði þess; og fyrst hún
vildi endilega halda grímunni beindist reiði hans að puttastelpunni
sem hún var að leika; þannig fann hann skyndilega persónuna sem
hann vildi leika: hann gaf kurteisisblaðrið upp á bátinn, það hafði
verið krókaleið til að gleðja vinkonuna, og tók að leika jaxlinn sem
leggur áherslu á ruddalegustu hliðar karlmennskunnar í sam-
skiptum sínum við konur: harðneskjuna, öryggið, miskunnar-
leysið.
Hlutverkið gekk algerlega í berhögg við þann hlýja hug sem
hann bar til hennar; raunar má segja að áður en hann kynntist henni
hafi hann ekki verið eins tillitssamur og nú gagnvart konum, en
341