Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 116
Tímarit Máls og menningar listsköpun (,,lífið“) er fyrst og fremst viðleitni til að gera grein fyrir „manninum“, með öllum hugrenningum hans og innihaldi, og staðnum sem hann er á, landinu, umhverfinu. Uppruni og það sem rennur upp er og hlýtur að vera eilíft verkefni listarinnar hvar á landi sem er. I menningu íslenska lýðveldisins renna upp í íslendingnum, í mismun- andi innbyrðis hlutföllum, þrjár megin uppsprettur uppruna sem marka öll verk hans og háttalag í hvaða starfi sem er, en eru (samkvæmt eðli listarinnar) augljósastar í listalífinu. I myndmáli, orðmáli, tónmáli er þetta oftast hið „ósagða“ í listaverkunum; það einfaldlega segir sig án þess að listamaðurinn viti að hann hefur sagt það. I flestum íslenskum listaverkum (eftir stríð) er þetta það eina sem tekst að segja og á fullkomlega heiðar- legan hátt því það er oftast sagt ómeðvitað. (Að vísu má segja að tími „meðvitundar" eða tilrauna til „endurtúlkunar“ byrji ekki í íslenskri myndlist fyrr en uppúr 1970, m.a. af þeim ástæðum að „landið“ var ekki orðið „sýnilegt“ gegnum myndir á heilsteyptan hátt fyrr en rétt um það leyti). Fyrsta uppsprettan er hræðsla við einangrun sem virðist nú liggja að baki nokkrum sterkustu dráttunum í svipmóti íslenskrar menningar; æðibunuganginum, hinni margháttuðu „poppun“, áhrifagirninni, þ.á m. undanlátssemi við útlent og útlendinga og framkvæmdagleðinni. I lífsstíl verður hennar greinilegast vart í fylgni við kjörorðið „að vera með á nótunum“, sem oft hefur tilhneigingar til að leiðast út í ógagnrýnan sleikjuskap við „unga fólkið“ og uppátæki þess. Miðaldra „listáhrifa- menn“ sem gert hafa út á þessa lífsspeki frá æskuárum eru orðnir opnir í báða enda, hin fullkomna andstæða einangrunar eða hin fullkomna ein- angrun, og umsvif þeirra í menningarmálum snúast oft, í bestu trú, aðeins um það að koma tilviljunarkenndum byrjendaverkum til vegs. Þessi hræðsla kemur einnig fram í ístöðuleysi, úthaldsleysi og (duldum) ótta við úrvinnslu (þróun) hugmynda, hugsunar eða verka. Menning sem hræðist úrvinnslu er ekkert annað en (tilviljunarkennt) neistaflug sem aldrei verður að eldi; hugmyndir sem kvikna en slokkna síðan aftur inn í sjálfar sig. Þannig er þessi (taumlausa) hræðsla við einangrun, sem á sér sögulegar ástæður, ein aðalorsök þess menningarlega barnaskapar sem oft er hafður í frammi á opinberum vettvangi. Önnur uppsprettan er þunglamalegheit eða stirðbusaháttur, andlegur og verklegur, sem er að líkindum orðinn íslendingum í blóð borinn og á sér efalítið rætur í landkostum og veðurfari. Ef íslendingar eru eða hafa verið á „heimsmælikvarða" í einhverju, þá er það í því að berjast við náttúruöflin. Eina listformið sem náð hefur verulegri fágun á Islandi er stakan (og ef til vill mynsturútskurður sem er reyndar skyldur henni um 378
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.