Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 27
Loftur á „hinu leiksviðinu “ — er Loftur tragísk hetja eða er hann bara taugaveiklaður stráklingur í einhvers konar seiðskrattaleik? Ekkert af þessu er auðskilið af yfirborðsgerð leikritsins. Sé það hins vegar skoðað í ljósi sálgreiningarinnar koma í ljós afstæður, sem raða sér saman í mynstur, hreyfing verður til sem liggur ekki aðeins til grundvallar þessu verki, heldur kannski öllu höfundarverki Jóhanns Sigurjónssonar. Jóhann var næmur listamaður, jafnvel ofurnæmur, í verkum hans speglast andlegar hræringar samtíma hans, efasemdir og örvænting. Sálarstríðið sem felst í leikritinu Galdra-Lofti er á engan hátt einkamál Jóhanns Sigurjónssonar — heldur er það sálarstríð þessarar aldar. II. Það er ákaflega erfitt að skilgreina bókmenntafræðihugtakið „íronía“ og æ erfiðara eftir því sem skáldverkið er íronískara, eftir því sem íronían er byggð kirfilegar inn í sjálfa hugsun og lífsviðhorf verksins. Ironía hefur í för með sér alveg sérstaka tvíræðni eða tvöfeldni í textanum, það sem er sagt, er ekki satt eða að minnsta kosti ekki allur sannleikurinn. I „háði“ eða „satíru“ eru skilaboðin til lesanda um ótrúverðugleika textans oftast skýr og ótvíræð og liggja meira eða minna á yfirborðssviði verksins. I íroníunni eru öll skilaboð torræðari; fjarlægð, efi og vantrú íroníunnar geta laumast inn í samspilið á milli merkingarsviða textans, með eða án vitundar höfundarins. Hann býr til blekkingu í textanum en afhjúpar hana samtímis. Og þannig má segja að íronían sé „stöðug hreyfing frá og fram hjá öllum boðskap".5 Ironíu má samkvæmt þessu skilgreina sem samspil á milli blekkingar og afhjúpunar á henni, flótta frá merkingu, fjarlægð frá yrkisefninu og efa um allan „sannleika”. Afneitun- in sem felst í slíkri íroníu getur verið erfið lesandanum, af því að öll höfum við djúpa þörf fyrir öryggi, samræmi og eindrægni. Hins vegar einkennir þessi tegund íroníu mörg af bestu bókmenntaverkum seinni tíma og hún gegnsýrir leikritið Galdra-Loft, ekki aðeins hluta þess eða einstakar persónur heldur allt verkið niður á dýpstu merkingarsvið þess — „hitt leiksviðið“ eins og Freud kallaði dulvitundina. Ironían birtist manni strax í fyrstu setningum leikritsins. Leikritið hefst inni í miðri sögu fyrsta ölmusumannsins,6 sem segir frá stórmennskubrjál- æði „aumingja“ nokkurs úr landsfjórðungnum. Sagan myndar heild þó að byrjað sé í miðjum klíðum, fyrst er sagt hlutlaust frá ummælum „hans“, svo kemur afhjúpunin og loks niðurstaðan sem er margræð. Sagan er kaldhranaleg, laus við samúð eins og alþýðlegar gamansögur af geðsjúk- lingum eru — en um leið er lögð áhersla á að þetta er engin gamansaga. tmm XIX 289
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.