Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 6
Tímarit Mdls og menningar dal gaf út sína Völuspá þá hlýtur öll útgáfan að mótast af því, einstakar skýr- ingar jafnt sem meðferð textans. I þessum aðfinnslum EMJ kemur því miður fram algjör vanþekking á því hvað felst í hinum nýju kenningum, hvað þær hafa í för með sér og hvernig þær breyta heildarviðhorfi okkar til fornra kvæða úr munnlegri geymd. Þær kenningar sem hér um ræðir voru fyrst settar fram á heilsteyptan hátt árið 1960 í bók Alberts Lord, The Singer of Tales, þar sem Lord fjallar um kvæðaflutning júgóslavneskra sagnamanna sem hann og lærifaðir hans Milman Parry rannsökuðu á fyrri hluta aldarinnar. Það er skemmst frá því að segja að bókin gjörbylti hugmyndum okkar um varðveislu og flutning kvæða í þjóðfé- lögum sem ekki styðjast við ritmál. Miklar rannsóknir hafa farið fram í kjölfar útkomu bókarinnar og miða þær m.a. að því að finna einkenni munnlegrar menningar og hvernig hún er í grundvallaratriðum ólík ritmenningu (sem barst hingað til lands með kristni og kirkju), t.d. með tilliti til þess sem við þekkjum sem orðrétta varðveislu skáldskapar. Eitt höfuðatriði í þessum fræðum er að þótt við 20. aldar menn lærum utan að einhver kvæði og flytjum þau munnlega þá á slík munnleg varðveisla lítið skylt við munnlegan kvæðaflutning fyrir rit- öld því að nú á dögum getum við alltaf vísað í „réttan frumtexta" á bók en það hugtak er ekki til í menningu sem byggir á munnlegri varðveislu skáldskapar og fræða. Það hefur m.ö.o. litla þýðingu að tala um munnlega frásagnarlist til forna út frá reynslu okkar af fólki sem býr við ritmenningu. Til dæmis er ekki hægt að reyna að skilja eddukvæði út frá rútubílasöng eins og EMJ gerir útgef- anda upp í ritdómi sínum. (sbr. 384) I munnlegri hefð er hugmyndin um hið upprunalega kvæði ekki til. Kvæðin lifna og endurskapast við hvern flutning og í munnlegum flutningi mótast kvæðin af flytjanda sínum og áheyrendum án þess að einhver dólgamarxismi komi þar til eins og EMJ heldur (sbr. 384). Því miður veit nú enginn hvernig flutningi eddukvæða var háttað til forna en við getum kannski nálgast slíkan kvæðaflutning með því að lesa heilsteyptar uppskriftir kvæða á borð við Völu- spá sem er varðveitt í tveimur megingerðum. Og við verðum að halda þessum gerðum aðgreindum ef við viljum nálgast heildarhugsun þeirra því að um leið og við steypum þeim saman erum við komin með kvæði sem hefur aldrei verið til og farin að hugsa út frá hugmyndinni um „réttan" frumtexta. Þetta gerðu fræðimenn hér áður fyrr en nú tíðkast það ekki lengur. Þau viðhorf sem hafa komið upp í kjölfar bókar Lords eru svo gjörólík því sem menn gengu út frá áður að það er ógjörningur að reyna að fella eldri um- ræðu um brotakennda varðveislu, upprunalegan texta, aldur og rittengsl að því sjónarhorni sem nú er komið fram. En mikið af aðfinnslum EMJ er einmitt í þá veru að útgefandi hafi ekki hugleitt rök fyrir innskoti hér, upprunalegum texta þar o.s.frv. Gallinn við þessar aðfinnslur er að þær eru ekki lengur til umræðu. Nú beinist athyglin að textanum eins og hann er varðveittur og þó okkur þyki sem ýmislegt megi þar betur fara í ljósi orðamunar úr öðrum óskyldum hand- 396
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.