Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 7
Adrepur ritum þá stangast það á við forsendurnar að búa til blandaðan texta með fagur- fræðileg rök 20. aldar manna að leiðarljósi. EMJ kemur að vísu auga á það sem kost aðferðarinnar að hún beini „. . . athygli manna að þeim texta sem raun- verulega hefur varðveist . . .“ (384) en virðist ekki átta sig á því að hann getur ekki bæði sleppt og haldið og beðið um alla gömlu umræðuna einu sinni enn. Sú umræða var í raun tæmd með útgáfu Sigurðar Nordals og mjög lítið getur bæst við hana úr þessu. Eg veit til dæmis ekki hvert á að vísa beiðni EMJ um úrskurð á því hvort í þriðju vísu Völuspár „hafi upphaflega staðið ‘Ár var alda, þar Ymir byggði’, eða ‘Ár var alda, það er ekki var’ . . .“ (387). Þetta vandamál er ekki á dagskrá samkvæmt þeim forsendum sem útgefandi vinnur út frá. Það er heldur ekki á dagskrá hvort það sé „. . . í meira lagi undarlegt að byrja svo voldugt kvæði sem Völuspá er á óreglulegri ljóðlínu, . . .“ (386) en í útgáf- unni er farið eftir Konungsbókartextanum og prentað: „Hljóðs bið eg / allar kindir“ en ekki: „Hljóðs bið eg allar / helgar kindir" eins og stendur í Hauks- bókargerð Völuspár og flestir útgefendur hafa fylgt fram til þessa. í handritinu byrjar kvæðið svona og ef menn eru óánægðir með það þá er því miður of seint að kvarta við skrifara Konungsbókar frá 13. öld um að hann hefði átt að skrifa eitthvað annað en hann gerði. Hitt er svo alltaf vandamál hvernig taka skuli upp einstök orð sem líta undarlega út í handriti eins og t.d. „Heimdalar“ sem EMJ virðist telja að útgefandi hefði átt að prenta svo í stað „Heimdallar". Svona eru vafaatriðin í útgáfuvinnu en vafamál í sambandi við stafsetningu ein- stakra orða er allt annars konar en hvort skotið er inn orðum sem hafa úrslita- þýðingu fyrir heildartúlkun kvæðisins. I framhaldi af þessari „nýju“ byrjun kvæðisins setti útgefandi fram nýja hug- mynd um heildarumgjörð Völuspár og reyndi að sýna fram á að í kvæðinu væri ekkert sem benti til þess að Oðinn væri að hvetja völvuna til sagna heldur væri hægt að líta svo á að völvan hefði með útisetu sinni vakið Oðin upp og náð valdi á honum með því að vita leyndarmál hans. Oðinn hafi síðan leitt hana með sér og sýnt henni um heim allan og þannig megi rekja til Óðins þá þekk- ingu völvunnar sem hún miðlar til manna (þ.e. „allra kinda“) í kvæðinu. Sam- kvæmt þessu sækir völvan visku til Óðins en ekki öfugt eins og skýrendur hafa jafnan talið í ljósi kvæðisins Baldurs drauma þar sem Óðinn vekur upp völvu og lætur hana segja sér svipaða hluti og ort er um í Völuspá. Þetta er nýr skiln- ingur á umgjörð kvæðisins. En vitaskuld er hægt að hafa aðrar skoðanir á hon- um eins og flestu í okkar fræðum. Og það er rétt hjá EMJ að þessi skilningur væri mjög „rassbögulegur" ef maður skilur 1. vísu þannig að völvan sé að flytja Óðni allt kvæðið. En útgefandi reyndi að komast undan þeim skilningi með því að líta á kvæðið sem hluta af helgiathöfn af einhverju tagi þar sem allt er sagt frammi fyrir Óðni, líkt og þegar kristnir menn tala frammi fyrir augliti drottins. Það þarf ekki að gera ráð fyrir að Völuspá sé einkasamtal völvunnar og Óðins þó að kvæðið sé flutt frammi fyrir honum í óeiginlegri merkingu. Fyrir utan þennan misskilning EMJ og útúrsnúning eru einu mótrökin sem 39 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.